Innlent

Reyndi að stinga af á bíl og tveimur jafnfljótum

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst þrjár tilkynningar um líkamsárásir bárust lögreglu í gærkvöldi.
Minnst þrjár tilkynningar um líkamsárásir bárust lögreglu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar veittu ökumanni sem neitaði að stöðva bíl sinn eftirför í nótt. Upprunalega var reynt að stöðva manninn í Kópavogi en hann stöðvaði þó skömmu síðar. Þá reyndi hann að flýja hlaupandi en var stöðvaður og handtekinn.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sé grunaður um ölvun við akstur og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Minnst þrjár tilkynningar um líkamsárásir bárust lögreglu í gærkvöldi. Í einu tilviki sagði sá sem varð fyrir árás að nokkrir menn hefðu ráðist á sig með bareflum. Í öðru fékk einn höfuðáverka sem blæddi mikið úr. Líðan hans liggur ekki fyrir.

Minnst þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn var stöðvaður fyrir notkun farsíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×