Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2021 20:40 Hér sést hringtorgið á Selfossi sem bæjaryfirvöld vilja skoða breytingar á. Vísir/Arnar Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. „Aðstæður hérna á föstudegi, og jafnvel fimmtudögum og fleiri dögum vikunnar, eru þannig að það er bílaröð hérna frá hringtorginu og út í Ölfus. Eyrarvegurinn á annarri hönd og Austurvegurinn á hinni þeir eru fullir líka og allir eru að berjast um að komast inn í þetta hringtorg. Við höfum meira að segja gripið til þess í sumar þegar mest var að gera að biðja lögregluna að koma hérna og stýra umferð,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Hringtorgið er ekki að virka sem skyldi. Finna þurfi lausn á vandanum, hugsanlega með ljósastýringu, jafnvel þó ný brú yfir Ölfusá sé á teikniborðinu. Íbúum Árborgar fjölgar hratt, eru um ellefu þúsund í dag, og sér ekki fyrir endan á þeirri fjölgun. Miðbær Selfoss hefur einnig tekið breytingum sem mun gera hann að aðdráttarafli, í stað þess að ferðamenn fari beint í gegnum bæinn. Umferðin komi því ekki til með að minnka um þessi gatnamót þó ný brú yfir Ölfusá verði reist. „Við sjáum fyrir okkur þegar kemur ný brú, að þá snýst þetta ekki bara um að tappa á einhverri umferð sem við viljum ekki fá ef þú ætlar ekki að stoppa. Þetta snýst líka um að greiða umferð heimamanna inn og út úr bænum á tveimur stöðum,“ segir Helgi. Þetta er ekki einkamál Selfyssinga? „Nei, langt því frá. Við erum á þjóðvegi 1 og fullt af fólki sem þarf að fara hér í gangi og margir sem pirra sig á því hvað þetta gengur hægt. Þetta er í raun mál allra landsmanna sem vilja ferðast hér um þjóðveg 1.“ Árborg Samgöngur Umferð Ný Ölfusárbrú Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
„Aðstæður hérna á föstudegi, og jafnvel fimmtudögum og fleiri dögum vikunnar, eru þannig að það er bílaröð hérna frá hringtorginu og út í Ölfus. Eyrarvegurinn á annarri hönd og Austurvegurinn á hinni þeir eru fullir líka og allir eru að berjast um að komast inn í þetta hringtorg. Við höfum meira að segja gripið til þess í sumar þegar mest var að gera að biðja lögregluna að koma hérna og stýra umferð,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Hringtorgið er ekki að virka sem skyldi. Finna þurfi lausn á vandanum, hugsanlega með ljósastýringu, jafnvel þó ný brú yfir Ölfusá sé á teikniborðinu. Íbúum Árborgar fjölgar hratt, eru um ellefu þúsund í dag, og sér ekki fyrir endan á þeirri fjölgun. Miðbær Selfoss hefur einnig tekið breytingum sem mun gera hann að aðdráttarafli, í stað þess að ferðamenn fari beint í gegnum bæinn. Umferðin komi því ekki til með að minnka um þessi gatnamót þó ný brú yfir Ölfusá verði reist. „Við sjáum fyrir okkur þegar kemur ný brú, að þá snýst þetta ekki bara um að tappa á einhverri umferð sem við viljum ekki fá ef þú ætlar ekki að stoppa. Þetta snýst líka um að greiða umferð heimamanna inn og út úr bænum á tveimur stöðum,“ segir Helgi. Þetta er ekki einkamál Selfyssinga? „Nei, langt því frá. Við erum á þjóðvegi 1 og fullt af fólki sem þarf að fara hér í gangi og margir sem pirra sig á því hvað þetta gengur hægt. Þetta er í raun mál allra landsmanna sem vilja ferðast hér um þjóðveg 1.“
Árborg Samgöngur Umferð Ný Ölfusárbrú Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira