Innlent

Loka leiðinni að gos­stöðvunum vegna veðurs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Leiðinni að gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna fyrstu haustlægðarinnar. 
Leiðinni að gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna fyrstu haustlægðarinnar.  Vísir/Vilhelm

Leiðinni að gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna veðurs. Gul veðurviðvörun tekur gildi á stórum hluta landsins síðdegis í dag. 

Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnir þetta á Facebook og hvetur fólk til að fara varlega í veðrinu. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ekki sé mælst með því að fólk sé á ferðalagi þegar versta veðrið ríður yfir. 

Fólk sé alls ekki hvatt ti að vera á ferðinni á vegum landsins með aftaní vagna en vindhviður geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúnda þar sem verst verður. 

Jafnframt er búist við mikilli úrkomu auk hvassviðris og fólk beðið að gæta að lausamunum útivið áður en veðrið skellur á. 


Tengdar fréttir

Ekkert ferða­veður í kvöld

Gul viðvörun tekur gildi víðast hvar á landinu síðdegis í dag. Búast má við hvössum vindum og mikilli úrkomu í þessari fyrstu haustlægð og fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum utanhúss áður en veðrið skellur á af fullum krafti. 

Fólk hvatt til að huga að lausamunum

Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×