Mikael skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik | Viðar Ari heldur áfram að gera það gott Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 18:00 Mikael Neville Anderson tryggði AGF sinn fyrsta sigur á tímabilinu. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjar veru sína hjá AGF með látum en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Vejle. Þá heldur Viðar Ari Jónsson áfram að gera það gott með Sandefjörd sem vann 3-0 sigur á Valerenga. Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig. Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig.
Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35