Hvers vegna ekki Viðreisn? Þór Saari skrifar 13. september 2021 15:02 Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur. Forsaga flokksins, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, er þó í grunnin sú að að Evrópusinnaðir og þar með alþjóðasinnaðir Sjálfstæðismenn, voru mjög ónægðir með þjóðrembingslega einangrunarstefnu flokksins og vildu að flokkurinn tæki fulla afstöðu til þeirra gilda sem Evrópusambandið stæði fyrir og viðurkenndu, það sem þeim fannst, að Íslandi yrði betur borgið sem fullgildur aðili að ESB. Íslenskum hreppapólitíkusum í Sjálfstæðisflokknum óaði við þessu vegna ótta við að hér yrði tekið upp eðlilegra stjórnarfar og efnahagsumhverfi og til varð Viðreisn. Viðreisn fór hins vegar ekki vel af stað og bæði fyrsti formaður og sá núverandi eru misheppnuð sem leiðtogar. Sá fyrsti vegna sérlega lélegs kjörþokka og afneitunar á eina stefnumáli flokksins þegar hann var í ríkisstjórn, og þótt greindur sé þá náði hann alls ekki að matreiða Viðreisn sem eitthvað annað en lúinn eftirrétt með engu bragði. Núverandi formaður er svo misheppnuð vegna aðgerða, og aðgerðaleysis, sem leiddu til Hrunsins 2008 og hennar eigin tekjuöflunar samhliða því. Viðreisn er nefnilega með sanni ekkert annað en aukabátur í Sjálfstæðisflokknum sem er mannaður með ESB sinnum, nema þegar flokkurinn er í ríkisstjórn með þeim, eins og hann var um hríð árið 2017 og þingmennirnir „gleymdu“ ESB. Þá einhvern veginn var ESB aðildin orðin að aukaatriði. Þegar flokkur með eitt stefnumál selur það fyrir ráðherrastóla er allur trúverðugleiki að sjálfsögðu farinn og hann hefur ekki tekist að endurvekja. Þótt núverandi formaður sé á margan hátt skelegg, var hún áður varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á mesta hörmungarskeiði hans undir forystu Geirs H. Haarde í Hruninu 2008. Hún eignaðist og mikið af hlutabréfum með mjög skringilegum hætti í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn, en hann var einn af æðstu stjórnendunum þar á bæ. Þegar sá loftkastali hrundi kom í ljós að þau hjónin skulduðu 1.700 milljónir króna, jamm, segi og skrifa 1,7 milljarða, sem þau hafa aldrei borgað til baka. Hún vissi strax snemma árs 2008, ásamt öðrum innvígðum, að hrun bankakerfisins var óumflýjanlegt á komandi mánuðum, en eins og margir aðrir þagði hún þunnu hljóði og hvatti landsmenn til að taka áfram erlend og verðtryggð lán og kostaði þar með fjölmargar fjölskyldur aleiguna. Einskær og yfirgengilegur hroki hennar í garð þeirra sem dirfðust að velta vöngum yfir því að þessi fjármálabóla gæti sprungið, hefur enn ekki gleymst. Viðreisn hefur líka verið í ríkisstjórn sem hafnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Núverandi formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði svo sjálf orðrétt á Alþingi þann 6. júlí síðastliðin: "Ég get ekki tekið undir að það eigi að innleiða hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, ég hef ekki verið þeirrar skoðunar og hef ekki breytt þeirri skoðun minni." Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Viðreisn hefur því í orði, sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari. Það er því fullkominn skortur á trúverðugleika Viðreisnar sem stjórnaálafls, sem gerir það að verkum að það er fráleitt að kjósa flokkinn. Viðreisn hefur svikið eina stefnumál sitt fyrir ráðherrastóla, er andsnúinn lýðræði sem stjórnarfari, og er fullkomlega ótrúverðugur í efnahagsmálum með núverandi formann sem kaftein. Þetta er í raun bara gerviflokkur fyrir þröngan hagsmunahóp fólks sem er að reyna að troða sér að alsnægtarborði Sjálfstæðisflokksins með von um brauðmola fyrir sjálft sig. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Viðreisn. Það er bara ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það þarf kannski ekki að viðhafa sérstaklega mörg orð um Viðreisn sem stjórnmálaflokk, enda frekar sérkennilegt dæmi og alls ekki á hreinu fyrir hvað hann stendur. Forsaga flokksins, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, er þó í grunnin sú að að Evrópusinnaðir og þar með alþjóðasinnaðir Sjálfstæðismenn, voru mjög ónægðir með þjóðrembingslega einangrunarstefnu flokksins og vildu að flokkurinn tæki fulla afstöðu til þeirra gilda sem Evrópusambandið stæði fyrir og viðurkenndu, það sem þeim fannst, að Íslandi yrði betur borgið sem fullgildur aðili að ESB. Íslenskum hreppapólitíkusum í Sjálfstæðisflokknum óaði við þessu vegna ótta við að hér yrði tekið upp eðlilegra stjórnarfar og efnahagsumhverfi og til varð Viðreisn. Viðreisn fór hins vegar ekki vel af stað og bæði fyrsti formaður og sá núverandi eru misheppnuð sem leiðtogar. Sá fyrsti vegna sérlega lélegs kjörþokka og afneitunar á eina stefnumáli flokksins þegar hann var í ríkisstjórn, og þótt greindur sé þá náði hann alls ekki að matreiða Viðreisn sem eitthvað annað en lúinn eftirrétt með engu bragði. Núverandi formaður er svo misheppnuð vegna aðgerða, og aðgerðaleysis, sem leiddu til Hrunsins 2008 og hennar eigin tekjuöflunar samhliða því. Viðreisn er nefnilega með sanni ekkert annað en aukabátur í Sjálfstæðisflokknum sem er mannaður með ESB sinnum, nema þegar flokkurinn er í ríkisstjórn með þeim, eins og hann var um hríð árið 2017 og þingmennirnir „gleymdu“ ESB. Þá einhvern veginn var ESB aðildin orðin að aukaatriði. Þegar flokkur með eitt stefnumál selur það fyrir ráðherrastóla er allur trúverðugleiki að sjálfsögðu farinn og hann hefur ekki tekist að endurvekja. Þótt núverandi formaður sé á margan hátt skelegg, var hún áður varaformaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á mesta hörmungarskeiði hans undir forystu Geirs H. Haarde í Hruninu 2008. Hún eignaðist og mikið af hlutabréfum með mjög skringilegum hætti í Kaupþingi í gegnum eiginmann sinn, en hann var einn af æðstu stjórnendunum þar á bæ. Þegar sá loftkastali hrundi kom í ljós að þau hjónin skulduðu 1.700 milljónir króna, jamm, segi og skrifa 1,7 milljarða, sem þau hafa aldrei borgað til baka. Hún vissi strax snemma árs 2008, ásamt öðrum innvígðum, að hrun bankakerfisins var óumflýjanlegt á komandi mánuðum, en eins og margir aðrir þagði hún þunnu hljóði og hvatti landsmenn til að taka áfram erlend og verðtryggð lán og kostaði þar með fjölmargar fjölskyldur aleiguna. Einskær og yfirgengilegur hroki hennar í garð þeirra sem dirfðust að velta vöngum yfir því að þessi fjármálabóla gæti sprungið, hefur enn ekki gleymst. Viðreisn hefur líka verið í ríkisstjórn sem hafnaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Núverandi formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði svo sjálf orðrétt á Alþingi þann 6. júlí síðastliðin: "Ég get ekki tekið undir að það eigi að innleiða hina svokölluðu nýju stjórnarskrá, ég hef ekki verið þeirrar skoðunar og hef ekki breytt þeirri skoðun minni." Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Viðreisn hefur því í orði, sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari. Það er því fullkominn skortur á trúverðugleika Viðreisnar sem stjórnaálafls, sem gerir það að verkum að það er fráleitt að kjósa flokkinn. Viðreisn hefur svikið eina stefnumál sitt fyrir ráðherrastóla, er andsnúinn lýðræði sem stjórnarfari, og er fullkomlega ótrúverðugur í efnahagsmálum með núverandi formann sem kaftein. Þetta er í raun bara gerviflokkur fyrir þröngan hagsmunahóp fólks sem er að reyna að troða sér að alsnægtarborði Sjálfstæðisflokksins með von um brauðmola fyrir sjálft sig. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Viðreisn. Það er bara ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun