Það er kosið um jafnréttismál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. september 2021 07:30 Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn. Tölur um kynbundinn launamun, tölur um kynbundið ofbeldi og upplifun kvenna um öryggi segja því miður aðra sögu. Íslenska leiðin Á Íslandi hafa verið sett framsækin lög um jafnrétti sem aðrar þjóðir hafa horft til, svo sem lög um fæðingarorlof með sjálfstæðum rétti beggja foreldra til orlofs sem sett voru árið 2000.Að baki var skýr hugmyndafræði um stuðning við foreldra og um leið sá skilningur að löggjöfin gæti ýtt undir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaði. Frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun vakti heimsathygli fyrir fyrir skýrar aðgerðir í þágu launajafnréttis. Annað frumvarp Viðreisnar er til marks um sterka jafnréttispólitík. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður lagði fram frumvarp um samþykkisregluna svokölluðu, þ.e. að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki. Frumvarpið varð að lögum og í þeim felast grundvallarskilaboð um kynfrelsi. Í þessari nálgun er líka fólgið mikið tækifæri til forvarna og fræðslu. Viðreisn lagði jafnframt fram tillögur um fræðslu í skólum, t.d. um þýðingu samþykkis, kynfrelsis og um mörk í samskiptum. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt. Það eru mikil vonbrigði enda eru forvarnir og fræðsla eitt mikilvægasta verkfærið til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig gætum við farið í markvissa vinnu til að uppræta kynbundið ofbeldi. Það á nefnilega alls ekkert að vera lögmál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hugann við öryggi sitt. Öll mál eru jafnréttismál Jafnlaunavottunin var tímamóta lagasetning í þágu launajafnréttis. Fyrir liggur hver staðan er um launajafnrétti. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin að verðleikum og við sem samfélag finnum fyrir afleiðingum þess. Við finnum fyrir því hvernig gengur að manna í þau störf. Það voru þess vegna vonbrigði að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laganna þegar hann tók við embætti ráðherra. Lögin verða þess vegna ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Alvarlegt bakslag í jafnréttismálum Alvarlegt bakslag varð svo í jafnréttismálum á vakt ríkisstjórnarinnar með dómsmáli menntamálaráðherra gegn konu sem leitaði réttar síns í kjölfar umdeildrar skipunar í embætti ráðuneytisstjóra. Jafnréttisnefnd kærumála komst að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðherra hefði gerst brotleg við lög við skipun í embættið. Ráðherra brást við með því að stefna konunni fyrir dóm, í nafni íslenska ríkisins og á kostnað ríkisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt afdráttarlausan dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin af hálfu ráðherra. Sú niðurstaða dugði ráðherranum ekki heldur, sem áfrýjaði málinu. Áfrýjunin er í nafni íslenska ríkisins og á kostnað okkar allra. Efnisleg niðurstaða Landsréttar í því máli liggur ekki fyrir, en þessi meðferð valds kristallar ákveðna afstöðu til meðferðar valds , opinberra fjármuna og ekki síst til jafnréttismála. Þessi meðferð valds dregur úr vilja og getu kvenna að leita réttar síns, þegar búast má við því að íslenska ríkið haldi þeim í málaferlum árum saman. Og þetta dómsmál er blettur á allri jafnréttispólitík ríkisstjórnarinnar. Jafnrétti í verki Góður árangur Íslands í jafnréttismálum er afrakstur markvissrar vinnu og lagasetningar. Jafnrétti hefur náðst fram með aðgerðum sem hafa leitt af sér viðhorfsbreytingu. Viðhorfsbreyting hefur sömuleiðis skilað af sér aðgerðum. Það er hringrás jafnréttis. Árangurinn náðist ekki bara með tímanum eða með biðinni heldur með því að vera markviss og metnaðarfull í jafnréttismálum. Við eigum að sýna árangrinum þá virðingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Það er verk að vinna í jafnréttismálum. Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafnrétti er leiðarljós í allri stefnu okkar. Grunninntak í stefnu Viðreisnar er að öll mál séu jafnréttismál. Þannig mun Viðreisn halda áfram að vinna á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Viðreisn Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn. Tölur um kynbundinn launamun, tölur um kynbundið ofbeldi og upplifun kvenna um öryggi segja því miður aðra sögu. Íslenska leiðin Á Íslandi hafa verið sett framsækin lög um jafnrétti sem aðrar þjóðir hafa horft til, svo sem lög um fæðingarorlof með sjálfstæðum rétti beggja foreldra til orlofs sem sett voru árið 2000.Að baki var skýr hugmyndafræði um stuðning við foreldra og um leið sá skilningur að löggjöfin gæti ýtt undir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaði. Frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun vakti heimsathygli fyrir fyrir skýrar aðgerðir í þágu launajafnréttis. Annað frumvarp Viðreisnar er til marks um sterka jafnréttispólitík. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður lagði fram frumvarp um samþykkisregluna svokölluðu, þ.e. að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki. Frumvarpið varð að lögum og í þeim felast grundvallarskilaboð um kynfrelsi. Í þessari nálgun er líka fólgið mikið tækifæri til forvarna og fræðslu. Viðreisn lagði jafnframt fram tillögur um fræðslu í skólum, t.d. um þýðingu samþykkis, kynfrelsis og um mörk í samskiptum. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt. Það eru mikil vonbrigði enda eru forvarnir og fræðsla eitt mikilvægasta verkfærið til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig gætum við farið í markvissa vinnu til að uppræta kynbundið ofbeldi. Það á nefnilega alls ekkert að vera lögmál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hugann við öryggi sitt. Öll mál eru jafnréttismál Jafnlaunavottunin var tímamóta lagasetning í þágu launajafnréttis. Fyrir liggur hver staðan er um launajafnrétti. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin að verðleikum og við sem samfélag finnum fyrir afleiðingum þess. Við finnum fyrir því hvernig gengur að manna í þau störf. Það voru þess vegna vonbrigði að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laganna þegar hann tók við embætti ráðherra. Lögin verða þess vegna ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Alvarlegt bakslag í jafnréttismálum Alvarlegt bakslag varð svo í jafnréttismálum á vakt ríkisstjórnarinnar með dómsmáli menntamálaráðherra gegn konu sem leitaði réttar síns í kjölfar umdeildrar skipunar í embætti ráðuneytisstjóra. Jafnréttisnefnd kærumála komst að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðherra hefði gerst brotleg við lög við skipun í embættið. Ráðherra brást við með því að stefna konunni fyrir dóm, í nafni íslenska ríkisins og á kostnað ríkisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt afdráttarlausan dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin af hálfu ráðherra. Sú niðurstaða dugði ráðherranum ekki heldur, sem áfrýjaði málinu. Áfrýjunin er í nafni íslenska ríkisins og á kostnað okkar allra. Efnisleg niðurstaða Landsréttar í því máli liggur ekki fyrir, en þessi meðferð valds kristallar ákveðna afstöðu til meðferðar valds , opinberra fjármuna og ekki síst til jafnréttismála. Þessi meðferð valds dregur úr vilja og getu kvenna að leita réttar síns, þegar búast má við því að íslenska ríkið haldi þeim í málaferlum árum saman. Og þetta dómsmál er blettur á allri jafnréttispólitík ríkisstjórnarinnar. Jafnrétti í verki Góður árangur Íslands í jafnréttismálum er afrakstur markvissrar vinnu og lagasetningar. Jafnrétti hefur náðst fram með aðgerðum sem hafa leitt af sér viðhorfsbreytingu. Viðhorfsbreyting hefur sömuleiðis skilað af sér aðgerðum. Það er hringrás jafnréttis. Árangurinn náðist ekki bara með tímanum eða með biðinni heldur með því að vera markviss og metnaðarfull í jafnréttismálum. Við eigum að sýna árangrinum þá virðingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Það er verk að vinna í jafnréttismálum. Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafnrétti er leiðarljós í allri stefnu okkar. Grunninntak í stefnu Viðreisnar er að öll mál séu jafnréttismál. Þannig mun Viðreisn halda áfram að vinna á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun