Ætla að leggja áherslu á skjái á kynningu dagsins Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2021 11:09 iPhone 13 er sagður vera svipaður og iPhone 12 en skjár nýja símans á að vera betri og myndavélin sömuleiðis. Getty/Beata Zawrzel Forsvarsmenn Apple munu kynna nýjustu tæki fyrirtækisins í dag. Að þessu sinni er fastlega búist við því að fyrirtækið muni kynna nýja iPhone-síma og Apple Wathch-snjallúr. Það er að segja iPhone 13 línu og sjöundu kynslóð úra. Einnig er búist við því að Apple muni kynna ný heyrnartól en minni líkur eru taldar á því að nýjar tölvur verði kynntar í dag, samkvæmt frétt TechCrunch. Samkvæmt heimildum blaðamanna vestanhafs mun Apple leggja mikla áherslu á skjái þetta árið. Skjáir símanna eiga að vera betri og skjáir úranna stærri. Í frétt New York Times segir að útlit iPhone 13 verði mjög svipað útliti iPhone 12. Endurnýjunartíðni skjáa símanna (refresh rate) á þó að vera betri og myndavél þeirra sömuleiðis. Sjá einnig: Apple hagnaðist um 2,7 billjónir króna Til viðbótar við ný tæki er einnig búist við því að nýr hugbúnaður verði kynntur á kynningu Apple. Þá er sérstaklega búist við því að fyrirtækið muni segja hvenær ný stýrikerfi fyrir síma, tölvur, úr og spjaldtölvur fyrirtækisins verði gefin út. Kynningin hefst klukkan fimm í dag. Hægt verður að fylgjast með henni hér að neðan. Apple Tækni Tengdar fréttir Úrskurður dómara í deilu Apple og Epic sagður mikið högg fyrir tæknirisann Dómari í máli tölvuleikjaframleiðandans Epic gegn bandaríska tæknirisanum Apple hefur úrskurðað að Apple megi ekki koma í veg fyrir að framleiðendur smáforrita beini notendum að öðrum greiðslugáttum en þeirri sem Apple býður upp á. Fréttamiðlar ytra slá því upp að úrskurðurinn sé mikið högg fyrir Apple. 10. september 2021 21:01 Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins. 27. ágúst 2021 10:45 Seldi launabónusinn fyrir 95 milljarða króna Tim Cook forstjóri Apple hagnaðist um 750 milljónir dollara eða 95 milljarða króna þegar hann seldi fimm milljónir hluta í fyrirtækinu, sem hann fékk sem launauppbót eftir að hafa verið forstjóri Apple í tíu ár. 27. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Einnig er búist við því að Apple muni kynna ný heyrnartól en minni líkur eru taldar á því að nýjar tölvur verði kynntar í dag, samkvæmt frétt TechCrunch. Samkvæmt heimildum blaðamanna vestanhafs mun Apple leggja mikla áherslu á skjái þetta árið. Skjáir símanna eiga að vera betri og skjáir úranna stærri. Í frétt New York Times segir að útlit iPhone 13 verði mjög svipað útliti iPhone 12. Endurnýjunartíðni skjáa símanna (refresh rate) á þó að vera betri og myndavél þeirra sömuleiðis. Sjá einnig: Apple hagnaðist um 2,7 billjónir króna Til viðbótar við ný tæki er einnig búist við því að nýr hugbúnaður verði kynntur á kynningu Apple. Þá er sérstaklega búist við því að fyrirtækið muni segja hvenær ný stýrikerfi fyrir síma, tölvur, úr og spjaldtölvur fyrirtækisins verði gefin út. Kynningin hefst klukkan fimm í dag. Hægt verður að fylgjast með henni hér að neðan.
Apple Tækni Tengdar fréttir Úrskurður dómara í deilu Apple og Epic sagður mikið högg fyrir tæknirisann Dómari í máli tölvuleikjaframleiðandans Epic gegn bandaríska tæknirisanum Apple hefur úrskurðað að Apple megi ekki koma í veg fyrir að framleiðendur smáforrita beini notendum að öðrum greiðslugáttum en þeirri sem Apple býður upp á. Fréttamiðlar ytra slá því upp að úrskurðurinn sé mikið högg fyrir Apple. 10. september 2021 21:01 Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins. 27. ágúst 2021 10:45 Seldi launabónusinn fyrir 95 milljarða króna Tim Cook forstjóri Apple hagnaðist um 750 milljónir dollara eða 95 milljarða króna þegar hann seldi fimm milljónir hluta í fyrirtækinu, sem hann fékk sem launauppbót eftir að hafa verið forstjóri Apple í tíu ár. 27. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Úrskurður dómara í deilu Apple og Epic sagður mikið högg fyrir tæknirisann Dómari í máli tölvuleikjaframleiðandans Epic gegn bandaríska tæknirisanum Apple hefur úrskurðað að Apple megi ekki koma í veg fyrir að framleiðendur smáforrita beini notendum að öðrum greiðslugáttum en þeirri sem Apple býður upp á. Fréttamiðlar ytra slá því upp að úrskurðurinn sé mikið högg fyrir Apple. 10. september 2021 21:01
Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins. 27. ágúst 2021 10:45
Seldi launabónusinn fyrir 95 milljarða króna Tim Cook forstjóri Apple hagnaðist um 750 milljónir dollara eða 95 milljarða króna þegar hann seldi fimm milljónir hluta í fyrirtækinu, sem hann fékk sem launauppbót eftir að hafa verið forstjóri Apple í tíu ár. 27. ágúst 2021 06:38