Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur: (Ó)réttlæti og fátækt Atli Þór Þorvaldsson skrifar 14. september 2021 15:31 Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun