Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2021 14:18 Um er að ræða níu aspir í beit á Austurveginum, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús. Vísir/Magnús Hlynur Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir í samtali við Vísi að sveitarstjórn hafi fengið bréf frá lögreglu í sumar sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar í júní. Þar var lýst yfir áhyggjum af veru aspanna í kringum gangbrautir á Austurveginum og segir meðal annars að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja. Mjög alvarleg hætta Bæjarstjórinn segir að umhverfisnefnd bæjarins hafi tekið undir þær áhyggjur. „Síðan fórum ég og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs á stöðufund með Vegagerðinni á Suðurlandi fyrir um þremur vikum og þar gerðu þeir þessa sömu athugasemd. Þeir töldu þetta vera mjög alvarleg hætta sem stafaði af þessu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta byrgir svo sýn á gangbrautirnar. Við ákváðum á þeim fundi – ég og sviðsstjóri – að þær yrðu að fara. Það er ekkert annað í stöðunni en að fella þær úr því að það þarf. Þá viljum við ekki draga það neitt frekar.“ Skiptar skoðanir og fólki bregður Gísli Halldór segir að ekki eigi að fella allar aspirnar á Austurveginum. „Þetta eru níu aspir í beit, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús.“ Hann segist hafa orðið var við einhverja óánægju með ákvörðunina en að um sé að ræða nauðsynlega framkvæmd til að tryggja umferðaröryggi. „Fólki bregður aðallega. Það áttu ekki allir von á þessu og það er eðlilegt að fólki bregði þegar verður svona breyting. Það er auðvitað tignarlegt að sjá þessar aspir þarna. En við bendum við fólki náttúrulega á það að á næstu árum munum við taka við Austurveginum af Vegagerðinni, þegar ný Ölfusárbrú kemur. Hann mun þá taka miklum breytingum og verður fegurðin höfð í fyrirrúmi og vafalaust mun trjágróður leika þar hlutverk. Þetta verður klárlega fallegasta verslunar- og þjónustustræti landsins.“ Austurveginum verður lokað um klukkan 20:30 í kvöld vegna niðurfellinganna og umferð beint um hjáleið. Árborg Umferðaröryggi Samgöngur Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir í samtali við Vísi að sveitarstjórn hafi fengið bréf frá lögreglu í sumar sem tekið var fyrir á fundi umhverfisnefndar í júní. Þar var lýst yfir áhyggjum af veru aspanna í kringum gangbrautir á Austurveginum og segir meðal annars að aspirnar skerði vegsýn fyrir ökumenn stórra ökutækja. Mjög alvarleg hætta Bæjarstjórinn segir að umhverfisnefnd bæjarins hafi tekið undir þær áhyggjur. „Síðan fórum ég og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs á stöðufund með Vegagerðinni á Suðurlandi fyrir um þremur vikum og þar gerðu þeir þessa sömu athugasemd. Þeir töldu þetta vera mjög alvarleg hætta sem stafaði af þessu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þetta byrgir svo sýn á gangbrautirnar. Við ákváðum á þeim fundi – ég og sviðsstjóri – að þær yrðu að fara. Það er ekkert annað í stöðunni en að fella þær úr því að það þarf. Þá viljum við ekki draga það neitt frekar.“ Skiptar skoðanir og fólki bregður Gísli Halldór segir að ekki eigi að fella allar aspirnar á Austurveginum. „Þetta eru níu aspir í beit, næst gangbrautunum við Krónuna og svo Kaffi Krús.“ Hann segist hafa orðið var við einhverja óánægju með ákvörðunina en að um sé að ræða nauðsynlega framkvæmd til að tryggja umferðaröryggi. „Fólki bregður aðallega. Það áttu ekki allir von á þessu og það er eðlilegt að fólki bregði þegar verður svona breyting. Það er auðvitað tignarlegt að sjá þessar aspir þarna. En við bendum við fólki náttúrulega á það að á næstu árum munum við taka við Austurveginum af Vegagerðinni, þegar ný Ölfusárbrú kemur. Hann mun þá taka miklum breytingum og verður fegurðin höfð í fyrirrúmi og vafalaust mun trjágróður leika þar hlutverk. Þetta verður klárlega fallegasta verslunar- og þjónustustræti landsins.“ Austurveginum verður lokað um klukkan 20:30 í kvöld vegna niðurfellinganna og umferð beint um hjáleið.
Árborg Umferðaröryggi Samgöngur Skógrækt og landgræðsla Aspir felldar á Austurvegi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira