Handbolti

Fram­konum og Valskörlum spáð Ís­lands­meistara­titlunum í hand­boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fram er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Olís deild kvenna í handbolta í vetur.
Fram er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Valur mun verja Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta og Fram verður Íslandsmeistari í Olís deild kvenna ef marka má árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir tímabilið.

Spáin var kynnt á kynningarfundi deildanna í Laugardalshöllinni í dag en þar var einnig opinberuð spá fyrir báðar Grill 66 deildirnar.

Olís deild karla hefst annað kvöld og Olís deild kvenna byrjar á laugardaginn. Grill 66 deild kvenna byrjar á föstudaginn og Grill 66 deild karla hefst í næstu viku.

Það verður mikil spenna í Olís deild kvenna enda munaði bara einu stigi á Fram og Val í þessari spá. Framkonur fengu 127 stig en Valskonur 126 stig. Íslandsmeisturum KA/Þór er síðan spáð þriðja sætinu en þær eru aðeins átta stigum á eftir Val.

Aftureldingu er spáð falli úr deildinni en í staðinn kemur Selfoss upp úr Grill 66 deildinni samkvæmt spánni fyrir þá deild. Unglingaliði Fram er reyndar spáð sigri í deildinni en þær mega ekki fara upp. Haukarkonur fara í umspil um að halda sæti sínu og mæta þar Gróttu, FH og ÍR.

Íslandsmeistarar Valsmanna fengu sannfærandi kosningu í efsta sætið í Olís deild karla en Haukar enduðu þar í öðru sæti og Eyjamenn í því þriðja.

Nýliðum HK og Víkinga er spáð falli úr deildinni en í stað þeirra koma ÍR og Hörður upp úr Grill 66 deildinni samkvæmt spánni fyrir Grill 66 deildina.

Það má sjá allar spárnar hér fyrir neðan.

  • Spáin fyrir Olís deild karla:
  • 1. Valur 348 stig
  • 2. Haukar 333
  • 3. ÍBV 273
  • 4. FH 258
  • 5. Stjarnan 246
  • 6. KA 209
  • 7. Afturelding 189
  • 8. Selfoss 187
  • 9. Fram 131
  • 10. Grótta 99
  • 11. HK 57
  • 12. Víkingur 46
  • -
  • Spáin fyrir Olís deild kvenna:

    1. Fram 127 stig
  • 2. Valur 126
  • 3. KA/Þór 118
  • 4. Stjarnan 99
  • 5. ÍBV 82
  • 6. HK 50
  • 7. Haukar 47
  • 8. Afturelding 23
  • -
  • Spá fyrir Grill 66 deild kvenna:
  • 1. Fram U 309 stig
  • 2. Selfoss 305
  • 3. Grótta 271
  • 4. FH 263
  • 5. Valur U 250
  • 6. ÍR 240
  • 7. Víkingur R. 155
  • 8. Fjölnir/Fylkir 152
  • 9. HK U 14
  • 10. ÍBV U 125
  • 11. Þór/KA U 113
  • 12. Stjarnan 49
  • -
  • Spá fyrir Grill 66 deild karla:
  • 1. ÍR 268 stig
  • 2. Hörður 255
  • 3. Þór Ak. 235
  • 4. Valur U 216
  • 5. Fjölnir 213
  • 6. Haukar U 182
  • 7. Vængir Júpíters 125
  • 8. Selfoss U 102
  • 9. Berserkir 90
  • 10. Kórdrengir 80
  • 11. Afturelding U 49



Fleiri fréttir

Sjá meira


×