Klopp gerði undantekningu og hrósaði leiðtoga andstæðinganna í hástert Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2021 13:30 Simon Kjær á leið inn á völlinn á Anfield í gær, í undirbúningi fyrir leikinn í kvöld. Getty/Claudio Villa Liverpool mætir AC Milan á Anfield í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ákvað að hrósa sérstaklega einum leikmanna Milan fyrir leikinn. Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær heillaði greinilega Klopp eins og marga aðra þegar hann átti sinn þátt í að bjarga lífi Christians Eriksen á Evrópumótinu í fótbolta í sumar. Kjær kom hlaupandi fram völlinn þegar Eriksen féll til jarðar og kom honum í læsta hliðarlegu svo að tungan lokaði ekki öndunarveginum. „Vanalega einbeiti ég mér að eigin leikmönnum en ekki andstæðingunum en í kvöld verð ég að gera undantekningu,“ skrifaði Klopp í leikhefti Liverpool vegna leiksins. Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn við AC Milan.Getty/Andrew Powell „Í kvöld er mögulegt að Simon Kjær spili á móti okkur og það er manneskja sem að allur fótbolta- og íþróttaheimurinn ber mikla virðingu fyrir,“ skrifaði Klopp. Hann vísaði að sjálfsögðu til þess þegar Kjær kom til aðstoðar eftir að Eriksen fór í hjartastopp á Parken í júní, í leik gegn Finnlandi á EM. „Þegar að menn lenda í hættulegum aðstæðum þá sést sönn leiðtogahæfni. Ég held að heimurinn hafi enn meiri skilning á því nú en áður, eftir allt það sem gengið hefur á,“ sagði Klopp. „Eins og milljónir annarra þá var ég í áfalli eftir það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar, þegar Christian Eriksen hneig niður. Það voru margar hetjur á ferð það kvöld, ekki síst allt sjúkrateymi danska landsliðsins, á leikvanginum og á sjúkrahúsinu. En Simon skein á sinn eigin hátt á þessum átakanlega degi,“ skrifaði Klopp. Leikur Liverpool og AC Milan hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær heillaði greinilega Klopp eins og marga aðra þegar hann átti sinn þátt í að bjarga lífi Christians Eriksen á Evrópumótinu í fótbolta í sumar. Kjær kom hlaupandi fram völlinn þegar Eriksen féll til jarðar og kom honum í læsta hliðarlegu svo að tungan lokaði ekki öndunarveginum. „Vanalega einbeiti ég mér að eigin leikmönnum en ekki andstæðingunum en í kvöld verð ég að gera undantekningu,“ skrifaði Klopp í leikhefti Liverpool vegna leiksins. Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn við AC Milan.Getty/Andrew Powell „Í kvöld er mögulegt að Simon Kjær spili á móti okkur og það er manneskja sem að allur fótbolta- og íþróttaheimurinn ber mikla virðingu fyrir,“ skrifaði Klopp. Hann vísaði að sjálfsögðu til þess þegar Kjær kom til aðstoðar eftir að Eriksen fór í hjartastopp á Parken í júní, í leik gegn Finnlandi á EM. „Þegar að menn lenda í hættulegum aðstæðum þá sést sönn leiðtogahæfni. Ég held að heimurinn hafi enn meiri skilning á því nú en áður, eftir allt það sem gengið hefur á,“ sagði Klopp. „Eins og milljónir annarra þá var ég í áfalli eftir það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar, þegar Christian Eriksen hneig niður. Það voru margar hetjur á ferð það kvöld, ekki síst allt sjúkrateymi danska landsliðsins, á leikvanginum og á sjúkrahúsinu. En Simon skein á sinn eigin hátt á þessum átakanlega degi,“ skrifaði Klopp. Leikur Liverpool og AC Milan hefst klukkan 19 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira