Aukum jöfnuð í samfélaginu Guðmundur Ragnarsson skrifar 16. september 2021 08:01 Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fara í til að tryggja stöðu þeirra sem lökustu hafa kjörin og um leið er kominn grunnur fyrir vinnumarkaðsmódel sem tryggt getur meiri frið á vinnumarkaði. Stjórnmálin verða að vera tilbúin að axla ábyrgð á þeim félagslega stöðugleika sem vinnumarkaðurinn er alltaf að kalla eftir og vill fá sem öryggisventil við gerð kjarasamninga. Þegar því markmiði er náð er kominn grundvöllur fyrir því að koma á samfélagssáttmála þvert á pólitíska flokka til að tryggja tilvist svona kerfis sem allir ætla að standa með og halda vörð um. Að allir geti alið börnin sín upp í öruggu húsnæði og framfleytt sér og sínum með sjálfsvirðinguna í lagi eru mannréttindi sem við verðum að tryggja. Allir þeir sáttmálar og samningar um félagslegar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjarasamninga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausnirnar ekki virkað. Það byggir enginn upp félagslegan stöðugleika með plástralækningum við gerð kjarasamninga í verkföllum. Komum á félagslegu kerfi sem virkar Þetta verður að vera gert heildstætt, með framtíðarsýn og byggt upp á traustum grunni. Við getum sótt fyrirmyndirnar til annarra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Hugsanlega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjaldmiðil, kostnaðurinn vegna krónunnar er mikill, ótrúlegar upphæðir í milljörðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okkur. Þeim fjármunum yrði betur varið í að auka jöfnuð í samfélaginu en í þá botnlausu hít að halda krónunni lifandi. Grunnurinn að félagslegum stöðugleika er öflugt atvinnulíf og friður á vinnumarkaði. Við séum meðvituð um hvað er til skiptanna við gerð kjarasamninga og þeir sem betur hafa það verða að leggja sitt af mörkum til að fjármagna verkefnið með réttlátara skattkerfi. Það vilja allir meiri jöfnuð í samfélagið. Þurfum nýjan drifkraft í stjórnmálin Það þarf nýtt afl til forystu inn í íslensk stjórnmál til að gera breytingar, afl sem er tilbúið er að fara nýjar leiðir, hefur hugmyndafræðina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokkarnir ekki fullreyndir jafnvel þó þeir beri fyrir sig félagshyggju og jöfnuð? Flokkarnir hafa einangrað sig frá almenningi í landinu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varðandi breytingar á flestum sviðum. Það þarf að hlusta á kröfur frá samtökum launamanna, en þær þurfa líka að vera raunsæjar og ábyrgar. Til að byggja upp aukinn jöfnuð í þessu litla samfélagi okkar þá verður að koma á félagslegum stöðugleika þannig að allir fái að njóta þess sem þetta auðuga land býður upp á, en ekki bara sumir. Aukum jöfnuð í samfélaginu og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fara í til að tryggja stöðu þeirra sem lökustu hafa kjörin og um leið er kominn grunnur fyrir vinnumarkaðsmódel sem tryggt getur meiri frið á vinnumarkaði. Stjórnmálin verða að vera tilbúin að axla ábyrgð á þeim félagslega stöðugleika sem vinnumarkaðurinn er alltaf að kalla eftir og vill fá sem öryggisventil við gerð kjarasamninga. Þegar því markmiði er náð er kominn grundvöllur fyrir því að koma á samfélagssáttmála þvert á pólitíska flokka til að tryggja tilvist svona kerfis sem allir ætla að standa með og halda vörð um. Að allir geti alið börnin sín upp í öruggu húsnæði og framfleytt sér og sínum með sjálfsvirðinguna í lagi eru mannréttindi sem við verðum að tryggja. Allir þeir sáttmálar og samningar um félagslegar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjarasamninga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausnirnar ekki virkað. Það byggir enginn upp félagslegan stöðugleika með plástralækningum við gerð kjarasamninga í verkföllum. Komum á félagslegu kerfi sem virkar Þetta verður að vera gert heildstætt, með framtíðarsýn og byggt upp á traustum grunni. Við getum sótt fyrirmyndirnar til annarra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Hugsanlega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjaldmiðil, kostnaðurinn vegna krónunnar er mikill, ótrúlegar upphæðir í milljörðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okkur. Þeim fjármunum yrði betur varið í að auka jöfnuð í samfélaginu en í þá botnlausu hít að halda krónunni lifandi. Grunnurinn að félagslegum stöðugleika er öflugt atvinnulíf og friður á vinnumarkaði. Við séum meðvituð um hvað er til skiptanna við gerð kjarasamninga og þeir sem betur hafa það verða að leggja sitt af mörkum til að fjármagna verkefnið með réttlátara skattkerfi. Það vilja allir meiri jöfnuð í samfélagið. Þurfum nýjan drifkraft í stjórnmálin Það þarf nýtt afl til forystu inn í íslensk stjórnmál til að gera breytingar, afl sem er tilbúið er að fara nýjar leiðir, hefur hugmyndafræðina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokkarnir ekki fullreyndir jafnvel þó þeir beri fyrir sig félagshyggju og jöfnuð? Flokkarnir hafa einangrað sig frá almenningi í landinu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varðandi breytingar á flestum sviðum. Það þarf að hlusta á kröfur frá samtökum launamanna, en þær þurfa líka að vera raunsæjar og ábyrgar. Til að byggja upp aukinn jöfnuð í þessu litla samfélagi okkar þá verður að koma á félagslegum stöðugleika þannig að allir fái að njóta þess sem þetta auðuga land býður upp á, en ekki bara sumir. Aukum jöfnuð í samfélaginu og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður .
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar