Handbolti

Ólafur Andrés átti góðan leik þó Montpelli­er hafi misst niður góða for­ystu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés í leik kvöldsins.
Ólafur Andrés í leik kvöldsins. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo

Ólafur Andrés Guðmundsson lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Montpellier í kvöld er liðið gerði jafntefli, 29-29, við Pick Szeged frá Ungverjalandi.

Ólafur Andrés skipti frá Kristianstad í Svíþjóð til Montpellier er í sumar. Þessi þrautreyndi leikmaður hefur mikla reynslu úr Evrópukeppnum en var að leika sinn fyrsta leik fyrir Montpellier í deild þeirra bestu í kvöld.

Hann skoraði fjögur mörk í leik sem Montpellier henti í raun frá sér. Þegar lítið var eftir af leiknum var liðið með þriggja marka forystu en leiknum lauk með jafntefli, lokatölur 29-29.

Þá lék Orri Freyr Þorkelsson sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu er lið ans Elverum gerði jafntefli við Vardar Skopje, lokatölur 27-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×