Íslenski boltinn

Grótta skoraði átta gegn Aftur­eldingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki láta hann plata ykkur, Pétur Theódór Árnason skoraði fjögur í kvöld.
Ekki láta hann plata ykkur, Pétur Theódór Árnason skoraði fjögur í kvöld. Eyjólfur Garðarsson

Grótta gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk er liðið vann 8-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld. Hvorugt lið hefur að neinu að keppa og ljóst að gestirnir úr Mosfellsbæ eru farnir í vetrarfrí.

Markasúpan hófst strax á sjöttu mínútu þegar Pétur Theódór Árnason – verðandi leikmaður Breiðabliks – kom Gróttu í 1-0. Kristófer Melsteð kom þeim í 2-0 á 21. mínútu og Pétur Theodór í 3-0 átta mínútum síðar.

Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Kjartan Kári Halldórsson komið Gróttu í 4-0 og Pétur Theódór bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Hann því með fjögur er Grótta var 6-0 yfir í hálfleik.

Gabríel Hrannar Eyjólfsson kom Gróttu í 7-0 snemma í síðari hálfleik á meðan Kjartan Kári skoraði áttunda markið þegar tíu mínútur voru til leiksloka, lokatölur því 8-0.

Grótta er í 5. sæti með 35 stig þegar ein umferð er eftir. Afturelding er í 9. sæti með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×