Fótbolti

Eftir marka­súpuna gegn Leipzig bað Pep stuðnings­menn City að fylla völlinn um helgina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikur kvöldsins var næstum búinn að knésetja Pep.
Leikur kvöldsins var næstum búinn að knésetja Pep. Richard Heathcote/Getty Images

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.

Pep átti vart orð til að lýsa aðdáun sinni á liði Leipzig er hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Leipzig gefst aldrei upp. Þeir spila sóknarleik á einstakan hátt, þeir leggja allt undir. Það er allt eða ekkert.“

„Þú færð það aldrei á tilfinninguna að þetta sé komið. Við skoruðum nokkrum mínútum eftir að þeir skoruðu (það gerðist oftar en einu sinni í kvöld) og það hjálpaði okkur mikið,“ bætti Pep við.

„Þeir eru með ungt lið en samt svo árásargjarnt sterkt, frábært lið í alla staði. Leipzig gefa góð skilaboð til fótboltans í heild. Við unnum samt í dag því við erum með meiri gæði í leikmannahóp okkar en þeir.“

„Við höfum skorað 16 mörk í síðustu þremur leikjum okkar hér á Etihad-vellinum. Ég væri til í að sjá meira fólk hér á laugardaginn. Ég biðla til allra okkar stuðningsmanna að mæta og sjá okkur spila við Southampton hér á laugardaginn kemur þó við verðum þreyttir,“ sagði Pep að lokum.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×