Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 10:30 Jordan Henderson var hylltur sérstaklega á Anfield í gærkvöld en hann skoraði sigurmark leiksins. Getty/Shaun Brooks „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. Ólafur er stuðningsmaður Liverpool en var í fyrsta sinn að mæta í hið mikla vígi sem Anfield er, ekki síst á Evrópukvöldi: „Hérna var gríðarleg stemning. Maður skynjar að þetta fólk sem hér er að horfa á leikinn skilur fótboltann og hvetur liðið sitt áfram. Það hvetur líka þegar hlutir gerast sem að því líkar; þegar einhver hleypur til baka eða vinnur tæklingu og svo framvegis,“ sagði Ólafur. Klippa: Óli Kristjáns á Anfield í fyrsta sinn „Það er augljóst að menn fá mismikla hvatningu. Það voru tvær hetjur teknar af velli, Henderson og Salah, og klárt að það eru stærstu stjörnurnar,“ bætti hann við. Þetta var vissulega fyrsta heimsókn Ólafs á Anfield en ekki sú síðasta: „Ég á pottþétt eftir að koma aftur. Úrslitin voru góð en ég held að svona í fyrsta skipti þá hafi það verið upplifunin sem stendur upp úr; að koma loksins á þennan stað.“ Ólafur og Guðmundur Benediktsson voru á hliðarlínunni á Anfield í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir og eftir leik. Ólafur fór yfir málin í hálfleik en þá var staðan 2-1 fyrir AC Milan, sem var engan veginn í spilunum eftir fyrstu 20 mínútur leiksins eins og Ólafur benti á: Klippa: Óli Kristjáns í hálfleik á Anfield Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Ólafur er stuðningsmaður Liverpool en var í fyrsta sinn að mæta í hið mikla vígi sem Anfield er, ekki síst á Evrópukvöldi: „Hérna var gríðarleg stemning. Maður skynjar að þetta fólk sem hér er að horfa á leikinn skilur fótboltann og hvetur liðið sitt áfram. Það hvetur líka þegar hlutir gerast sem að því líkar; þegar einhver hleypur til baka eða vinnur tæklingu og svo framvegis,“ sagði Ólafur. Klippa: Óli Kristjáns á Anfield í fyrsta sinn „Það er augljóst að menn fá mismikla hvatningu. Það voru tvær hetjur teknar af velli, Henderson og Salah, og klárt að það eru stærstu stjörnurnar,“ bætti hann við. Þetta var vissulega fyrsta heimsókn Ólafs á Anfield en ekki sú síðasta: „Ég á pottþétt eftir að koma aftur. Úrslitin voru góð en ég held að svona í fyrsta skipti þá hafi það verið upplifunin sem stendur upp úr; að koma loksins á þennan stað.“ Ólafur og Guðmundur Benediktsson voru á hliðarlínunni á Anfield í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir og eftir leik. Ólafur fór yfir málin í hálfleik en þá var staðan 2-1 fyrir AC Milan, sem var engan veginn í spilunum eftir fyrstu 20 mínútur leiksins eins og Ólafur benti á: Klippa: Óli Kristjáns í hálfleik á Anfield Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Óli og Gummi í lest á leið á Anfield: Snýst um að kveikja aftur í Liverpool Hverjir reka lestina? Hverjir munu heltast úr lestinni? Að minnsta kosti Zlatan en einhverjir fleiri? Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson spáðu í spilin fyrir stórleik Liverpool og AC Milan í kvöld í lestarferð á leið til Liverpool-borgar. 15. september 2021 14:02
Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00
Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00