Að venju er varist Heiða Guðný Ásgeirsdóttir skrifar 16. september 2021 16:31 Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú í sumar sótti Landsvirkjun um virkjunarleyfi frá Orkustofnun vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Saga þessarar virkjunarhugmyndar og annarra virkjana og fyrirætlana í Þjórsá er löng og þyrnum stráð, klofningur í samfélagi, deilur í fjölskyldum, vinslit og nágrannaerjur. Hljómar ef til vill kunnuglega í dálítið mörgum eyrum, þessi er nefnilega saga svo margra vatnsfalla hér á landi, og nú er þetta einnig orðin saga vindmylla. Trúlega verður það framtíðar hlutskipti margra að berjast við vindmyllur, nema hvað að öfugt við Don Kíkóti þá eru engir ímyndaðir andstæðingar að þessu sinni heldur afar raunverulegir. Grunn meinsemdin í þessu öllu er að mínu mati sú ævaforna stjórnsýslu skekkja að það er alltaf barist á heimavelli framkvæmda aðilans, alveg sama hvort sá aðili er íslensk ríkisstofnun, s.s. Landsvirkjun, einkafyrirtæki í orkugeiranum, erlendir fjárfestar, íslenskir lífeyrissjóðir o.s.frv. Alltaf kemur það í hlut þeirra sem vilja vernda náttúruna eða standa gegn framkvæmdum af einhverjum ástæðum að verjast. Sönnunarbyrðin er alltaf þeim megin, okkar er að gera athugasemdir, lesa skýrslur, finna glufur. Allt í sjálfboðavinnu í eigin tíma á meðan fólk á vegum framkvæmdaaðila, með fjárfesta á bak við sig vinnur að framkvæmdinni á vinnutíma og gegn launum. Síðan elstu menn muna hefur umhverfið í þessum málum verið það að sjái aðili, ríkið eða einkaaðili, stað þar sem færa má rök fyrir því að hægt sé að virkja þá getur viðkomandi hrundið því ferli í gang, og við tekur baráttan, varnarbaráttan. Eitt nærtækt dæmi um þessa nálgun mála. Skaftárhreppur hefur nú í sumar verið að kanna þann möguleika að Vatnajökulsþjóðgarður stækki innan sveitarfélagsins. Þegar farið var að skoða kort vegna þeirrar vinnu kom í ljós ca fimmtíu ára gömul hugmynd um svokallaða Kaldbaksvirkjun, hugmynd sem varla hefur heyrst svo mikið sem hvíslað um í áratugi. En vegna þessarar gömlu og gleymdu hugmyndar, sem samkvæmt lögum um orkuvinnslu er með marga ferkílómetra lands frátekið, er ekki hægt að setja hluta af þjóðlendum innan Skaftárhrepps undir þjóðgarð. Við hugsanlegum virkjanastæðum má ekki hrugga, hversu langsótt sem hugmyndin er. Ég þekki hins vegar engin dæmi þess að einkaaðili hafi fundið stað sem færa mætti rök fyrir því að vernda og hafi getað tekið hann frá til frambúðar með þeim rökum að einhverntíman í framtíðinni mætti þar, að fundnu fjármagni, friðlýsa. Þekki einhver lesandi þess dæmi þá væri áhugavert að heyra af því. Þessi nálgun var að mörgu leyti skiljanleg á þeim stigum þegar verið var að rafvæða landið, þörfin var brýn og þekking og áherslur öðruvísi en eru í dag. Að þetta skuli ennþá snúa svona er aftur á móti torskiljanlegt. Að mínu mati ætti náttúran nú á tímum algerlega sjálfkrafa og skilyrðislaust að vera friðuð gegn virkjanaframkvæmdum, hvort sem er vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum eða vindorku, nema óhrekjandi sannanir séu fyrir því að það skorti rafmagn. Rafmagn fyrir fólkið í landinu, ekki til fleiri mengandi stóriðja. Orkuskipti innanlands og græn framtíð hlýtur á þessum tímum að vera forgangsmál. Ef framleiða þarf meira rafmagn þess vegna ætti einnig að nálgast það út frá forsendum náttúrunnar, ekki út frá áhuga erlendra fjáfesta eða af öðrum gróðasjónarmiðum, eins ætti sönnunarbyrðin alltaf að vera þeirra sem vilja virkja en ekki þeirra sem vilja vernda. Lög um Rammaáætlun kveða á um að friðlýsa skuli gegn orkuvirkjun þá kosti innan hennar sem falla í verndarflokk. Annar áfangi Rammaáætlunar var staðfestur á Alþingi 2013 en rólega hefur gengið að hrinda í framkvæmd lögboðnum friðlýsingum í kjölfarið, enn og aftur vinna kerfin ekki með þeim okkar sem vilja vernda en ekki virkja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra VG hefur hins vegar gert stórt átak í þessum friðlýsingum í sinni ráðherratíð. „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Höfundur er bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi sem skipar annað sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun