Íslenski boltinn

Arnór Borg að ganga til liðs við Víking

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Borg í baráttunni við Brynjar Hlöðversson í leik Fylkis og Leikni R.
Arnór Borg í baráttunni við Brynjar Hlöðversson í leik Fylkis og Leikni R. Vísir/Hulda Margrét

Arnór Borg Guðjohnsen er við það að ganga í raðir við Víking R. frá Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti í samtali við mbl.is í dag að félagið sé í viðræðum við sóknarmanninn.

Víkingur reyndi að fá Arnór í sínar raðir í sumarglugganum, en það gekk ekki eftir. Arnar segir að Víkingar séu vongóðir um að semja við sóknarmanninn.

Arnór er 21 árs gamall, en hann hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum í Pepsi Max deildinni í sumar eftir að hafa farið til London í aðgerð vegna kviðslits. Í þessum 11 leikjum hefur Arnór skorað eitt mark.

Samningur Arnórs við Fylki rennur út í október, en hann gekk í raðir Ábæjarfélagsins frá Swansea síðasta sumar.

Einhverjir ganga þó svo langt að fullyrða það að Arnór sé nú þegar búinn að semja við Víking og allt sé klárt í þeim málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×