Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Anfield og Stamford Bridge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2021 09:00 Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson fyrir utan Anfield leikvanginn. Skjámynd/S2 Sport Íþróttadeild Sýn átti góða fulltrúa á Meistaradeildarleikjum Chelsea og Liverpool í vikunni. Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson voru fyrir hönd Stöð 2 Sport á leikjunum tveimur á Brúnni og Anfield. Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira