Arnór Guðjohnsen segir að Arnór Borg hafi alla burði til að slá í gegn með Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2021 19:56 Feðgarnir og nafnarnir Arnór Guðjohnsen og Arnór Borg Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Arnór Borg Guðjohnsen var í dag kynntur formlega sem leikmaður Víkings frá og með næsta tímabili. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen og bróðir Eiðs Smára. Feðgarnir tóku stutt spjall við Stöð 2 í dag og fóru yfir framtíðina, Guðjohnsen-nafnið og ýmislegt fleira. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
„Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira