Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2021 07:01 Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Mygla Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar