Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 12:09 Öryggisgirðing hefur verið reist utan um bandaríska þinghúsið, Capitol, í Washington í aðdraganda boðaðra mótmæla í dag. Óvist er hvernig mæting verður, en lögregla teflir ekki á tvær hættur eftir áhlaupið sem stuðningsfólk Donalds Trump gerði á þinghúsið í janúar síðastliðnum. Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“ Bandaríkin Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“
Bandaríkin Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira