Íslenski boltinn

Fram tap­laust í gegnum Lengju­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Íshólm fór mikinn í marki Fram í sumar.
Ólafur Íshólm fór mikinn í marki Fram í sumar. Vísir/HAG

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Topplið Fram fór taplaust í gegnum deildina þökk sé 6-1 sigri á Aftureldingu í dag. Það þýðir að Afturelding tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni 14-1.

Deildin er þó ekki búin þar sem ÍBV – sem er komið upp í Pepsi Max deild karla líkt og Fram – á tvo leiki eftir þar sem fresta þurfti leikjum liðsins eftir að kórónusmit kom upp hjá félaginu.

Topplið Fram vann 6-1 sigur þrátt fyrir að lenda undir gegn Aftureldingu. Arnór Ragnarsson kom gestunum yfir en Hlynur Magnússon jafnaði metin. Alexander Már Þorláksson kom Fram í 2-1 og svo 3-1.

Kyle McLagan kom Fram í 4-1 áður en fyrri hálfleikur var úti. Alexander Már bætti svo við tveimur mörkum í síðari hálfleik sem þýddi að hann skoraði fjögur og Fram sex í 6-1 sigri.

Þróttur Reykjavík komst í 2-0 gegn Þór Akureyri en gestirnir komu til baka og unnu 3-2 sigur. Víkingur Ólafsvík vann 4-2 útisigur á Grindavík og að lokum vann Fjölnir 1-0 sigur á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×