Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 19:27 Þórarinn Einarsson er búsettur á La Palma. Carlota Manuela Martin Fuentes/AP Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. „Ég get ekki séð á umferð að fólk sé að flýja, ég held að það sé frekar bara í hina áttina, alveg eins og á Íslandi. Þegar það er eldgos á Íslandi flykkjast menn bara að gosstöðvunum, getur líka vel verið þannig hér á La Palma líka,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld á La Palma þó varað fólk við því að fara nærri eldgosinu. „Farið ekki nálægt hraunflæðinu undir neinum kringumstæðum,“ segja þau. Pollrólegur yfir stöðunni Þórarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af eldgosinu. „Já, ég er nú yfirleitt rólegur og það er lítið gagn af því að vera að panikka. Ég ætla nú bara að halda ró minni og vona það besta. Ég á nú pantað flug á fimmtudaginn, aldeilis óviss hvort að því verði frestað. Það væntanlega veltur á næstu dögum, hvort þetta eldgos verði stærra,“ segir hann. Flugsamgöngur til og frá La Palma ganga sinn vanagang sem stendur. Hann segist þó ekki fylgjast mjög vel með fréttum en að hann fylgist með gosinu frá útsýnisstað í nálægð við heimili hans. Nú sé eldfjallið sveipað skýjahulu svo lítið sé að sjá í augnablikinu. „Mér var í rauninn bara sagt frá því. Í gær voru fréttir af litlum jarðskjálftum en ég átti ekkert von, eftir mína reynslu á Íslandi, að það kæmi bara strax gos. Þannig að það kom vissulega á óvart,“ segir Þórarinn aðspurður hvenær hann hefði orðið gossins var. Ekki vitað af Íslendingum í hættu Þórarinn býr á La Palma ásamt þremur dætrum sínum og hann segist vita af einni íslenskri konu sem býr á eynni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi í dag að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Eldgos og jarðhræringar Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Ég get ekki séð á umferð að fólk sé að flýja, ég held að það sé frekar bara í hina áttina, alveg eins og á Íslandi. Þegar það er eldgos á Íslandi flykkjast menn bara að gosstöðvunum, getur líka vel verið þannig hér á La Palma líka,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld á La Palma þó varað fólk við því að fara nærri eldgosinu. „Farið ekki nálægt hraunflæðinu undir neinum kringumstæðum,“ segja þau. Pollrólegur yfir stöðunni Þórarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af eldgosinu. „Já, ég er nú yfirleitt rólegur og það er lítið gagn af því að vera að panikka. Ég ætla nú bara að halda ró minni og vona það besta. Ég á nú pantað flug á fimmtudaginn, aldeilis óviss hvort að því verði frestað. Það væntanlega veltur á næstu dögum, hvort þetta eldgos verði stærra,“ segir hann. Flugsamgöngur til og frá La Palma ganga sinn vanagang sem stendur. Hann segist þó ekki fylgjast mjög vel með fréttum en að hann fylgist með gosinu frá útsýnisstað í nálægð við heimili hans. Nú sé eldfjallið sveipað skýjahulu svo lítið sé að sjá í augnablikinu. „Mér var í rauninn bara sagt frá því. Í gær voru fréttir af litlum jarðskjálftum en ég átti ekkert von, eftir mína reynslu á Íslandi, að það kæmi bara strax gos. Þannig að það kom vissulega á óvart,“ segir Þórarinn aðspurður hvenær hann hefði orðið gossins var. Ekki vitað af Íslendingum í hættu Þórarinn býr á La Palma ásamt þremur dætrum sínum og hann segist vita af einni íslenskri konu sem býr á eynni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi í dag að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins.
Eldgos og jarðhræringar Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40