Messi var allt annað en sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 09:01 Lionel Messi horfir á knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino eftir að hafa verið tekinn af velli í gær. AP/Francois Mori Fyrsti heimaleikur Lionel Messi með Paris Saint Germain endaði örugglega ekki eins og flestir höfðu séð það fyrir sér. Paris Saint Germain liðið vann vissulega 2-1 sigur á Lyon í frönsku deildinni í gærkvöldi en stærsta málið eftir leikinn voru ekki úrslitin eða sigurmark Mauro Icardi í uppbótartíma. Mál málanna eftir leikinn í gærkvöldi var fýldur og ósáttur Lionel Messi eftir að hann var tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan var enn 1-1. "Just come back home Leo." "This is the moment Pochettino lost his job." "I've never seen Messi look so furious."Messi appeared to ignore Pochettino's handshake before storming to the bench. This is extraordinary... https://t.co/QW1UvUgsTX— SPORTbible (@sportbible) September 19, 2021 Það fór ekkert á milli mála að Messi var allt annað en sáttur og það leit út fyrir að hann neitaði að taka í höndina á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino. Messi hafði nokkrum sinnum verið nálægt því að skora í leiknum en var samt nokkuð frá sínu besta. Það var klappað fyrir honum þegar hann kom af velli en það stóð þó enginn upp. Messi var í byrjunarliðinu með Ángel Di María, Neymar og Kylian Mbappé. Það vantaði því ekki sóknarþungann í uppstillingu liðsins. PSG liðið er hins vegar enn að leita að taktinum og liðið lenti undir í gær. Messi after being subbed off pic.twitter.com/AxIE7EmhC4— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Parísarliðinu tókst að jafna úr vítaspyrnu en Pochettino var ekki sáttur og tók bæði Messi og Di María var velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það þótti mörgum fróðleg ákvörðun og voru sumir netverjar farnir að lýsa því yfir að þar hafi hann endað stjóraferill sinn hjá PSG. Skiptingin gekk hins vegar upp og Kylian Mbappé lagði upp sigurmark fyrir Mauro Icardi undir lokin. „Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í okkar 35 leikmanna hópi. Aðeins ellefu mega vera inn á í einu. Við megum ekki setja fleiri inn á völlinn. Ákvarðanirnar sem ég tek eru teknar með allt liðið og einstaka leikmenn í huga,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG. "What a sh*t excuse!" "What is this clown talking about?" "This doesn't make sense at all"Lionel Messi reacted badly to being taken off when the score was 1-1, and Pochettino has annoyed fans even more with his reasoning... https://t.co/ogBf0gTKOK— SPORTbible (@sportbible) September 20, 2021 „Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Stundum eru leikmenn ósáttir og stundum ekki. Þetta er okkar hlutverk og þetta eru ákvarðanir sem við stjórar þurfum að taka. Hvað varðar viðbrögð hans þá spurði ég hann hvernig hann væri og hann svaraði að allt væri í lagi. Þannig var það. Það voru samskipti okkar,“ sagði Pochettino. Messi hefur spilað þrjá leiki með PSG en á enn eftir að skora eða leggja upp mark. Á sama tíma kom Cristiano Ronaldo í Manchester United og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Franski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Paris Saint Germain liðið vann vissulega 2-1 sigur á Lyon í frönsku deildinni í gærkvöldi en stærsta málið eftir leikinn voru ekki úrslitin eða sigurmark Mauro Icardi í uppbótartíma. Mál málanna eftir leikinn í gærkvöldi var fýldur og ósáttur Lionel Messi eftir að hann var tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan var enn 1-1. "Just come back home Leo." "This is the moment Pochettino lost his job." "I've never seen Messi look so furious."Messi appeared to ignore Pochettino's handshake before storming to the bench. This is extraordinary... https://t.co/QW1UvUgsTX— SPORTbible (@sportbible) September 19, 2021 Það fór ekkert á milli mála að Messi var allt annað en sáttur og það leit út fyrir að hann neitaði að taka í höndina á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino. Messi hafði nokkrum sinnum verið nálægt því að skora í leiknum en var samt nokkuð frá sínu besta. Það var klappað fyrir honum þegar hann kom af velli en það stóð þó enginn upp. Messi var í byrjunarliðinu með Ángel Di María, Neymar og Kylian Mbappé. Það vantaði því ekki sóknarþungann í uppstillingu liðsins. PSG liðið er hins vegar enn að leita að taktinum og liðið lenti undir í gær. Messi after being subbed off pic.twitter.com/AxIE7EmhC4— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Parísarliðinu tókst að jafna úr vítaspyrnu en Pochettino var ekki sáttur og tók bæði Messi og Di María var velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það þótti mörgum fróðleg ákvörðun og voru sumir netverjar farnir að lýsa því yfir að þar hafi hann endað stjóraferill sinn hjá PSG. Skiptingin gekk hins vegar upp og Kylian Mbappé lagði upp sigurmark fyrir Mauro Icardi undir lokin. „Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í okkar 35 leikmanna hópi. Aðeins ellefu mega vera inn á í einu. Við megum ekki setja fleiri inn á völlinn. Ákvarðanirnar sem ég tek eru teknar með allt liðið og einstaka leikmenn í huga,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG. "What a sh*t excuse!" "What is this clown talking about?" "This doesn't make sense at all"Lionel Messi reacted badly to being taken off when the score was 1-1, and Pochettino has annoyed fans even more with his reasoning... https://t.co/ogBf0gTKOK— SPORTbible (@sportbible) September 20, 2021 „Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Stundum eru leikmenn ósáttir og stundum ekki. Þetta er okkar hlutverk og þetta eru ákvarðanir sem við stjórar þurfum að taka. Hvað varðar viðbrögð hans þá spurði ég hann hvernig hann væri og hann svaraði að allt væri í lagi. Þannig var það. Það voru samskipti okkar,“ sagði Pochettino. Messi hefur spilað þrjá leiki með PSG en á enn eftir að skora eða leggja upp mark. Á sama tíma kom Cristiano Ronaldo í Manchester United og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum.
Franski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira