Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 10:19 Fjölmörg hús eru í vegi hraunstraumsins. AP Photo/Jonathan Rodriguez) Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. Sjá mátti reykjarsúlur stiga upp til himins klukkan korter yfir þrjú að staðartíma í gær í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þar með hófst fyrsta eldgosið á La Palma í 40 ár. Lava from inside a home, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/yXEzTHwyNe— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Eldgosið er kraftmikið og stefnir töluverður hraunstraumur í átt að Atlantshafinu. Á myndum á samfélagsmiðlum má sjá hvernig hraunstraumurinn hefur runnið yfir hús í grennd við gosstöðvarnar. Mest hefur tjónið verið í þorpinu El Paso þar sem tuttugu hús hafa eyðilagst, en óttast er að eyðileggingin verði meiri í nærliggjandi þorpum. Lava swallowing homes, today in La Palma, Canary Island pic.twitter.com/FFJASdpxGf— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Ólíklegt er þó talið af mannfólki stafi hætti af eldgosinu svo lengi sem það hagi sér af ábyrgð í grennd við gosið, að því er haft er eftir eldfjallafræðingnum Nemesio Perez í frétt Reuters. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er mættur á staðinn til að taka út aðstæður. Hvatti hann íbúa til að taka eldgosinu með ró, yfirvöld myndu senda nauðsynlega aðstoð ef á þyrfti að halda. Lava reaching homes, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/xnuM4W2fFZ— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Sem fyrr segir stefnir hraunstraumurinn í átt að Atlantshafinu en óvíst er hvaða leið hann stefnir þangað. Búið er að rýma svæði sem talið er mögulegt að verði hrauninu að bráð, þar á meðal er Puerto Naos, þar sem finna má vinsæla strönd sem ferðamenn sækja gjarnan. Horfa má á beina útsendingu Reuters frá eldgosinu hér að neðan. Spánn Eldgos og jarðhræringar Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27 Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sjá mátti reykjarsúlur stiga upp til himins klukkan korter yfir þrjú að staðartíma í gær í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þar með hófst fyrsta eldgosið á La Palma í 40 ár. Lava from inside a home, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/yXEzTHwyNe— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Eldgosið er kraftmikið og stefnir töluverður hraunstraumur í átt að Atlantshafinu. Á myndum á samfélagsmiðlum má sjá hvernig hraunstraumurinn hefur runnið yfir hús í grennd við gosstöðvarnar. Mest hefur tjónið verið í þorpinu El Paso þar sem tuttugu hús hafa eyðilagst, en óttast er að eyðileggingin verði meiri í nærliggjandi þorpum. Lava swallowing homes, today in La Palma, Canary Island pic.twitter.com/FFJASdpxGf— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Ólíklegt er þó talið af mannfólki stafi hætti af eldgosinu svo lengi sem það hagi sér af ábyrgð í grennd við gosið, að því er haft er eftir eldfjallafræðingnum Nemesio Perez í frétt Reuters. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er mættur á staðinn til að taka út aðstæður. Hvatti hann íbúa til að taka eldgosinu með ró, yfirvöld myndu senda nauðsynlega aðstoð ef á þyrfti að halda. Lava reaching homes, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/xnuM4W2fFZ— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 Sem fyrr segir stefnir hraunstraumurinn í átt að Atlantshafinu en óvíst er hvaða leið hann stefnir þangað. Búið er að rýma svæði sem talið er mögulegt að verði hrauninu að bráð, þar á meðal er Puerto Naos, þar sem finna má vinsæla strönd sem ferðamenn sækja gjarnan. Horfa má á beina útsendingu Reuters frá eldgosinu hér að neðan.
Spánn Eldgos og jarðhræringar Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27 Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27
Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40