Hvert stefnir Þýskaland? Ívar Már Arthúrsson skrifar 20. september 2021 20:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun