Hvert stefnir Þýskaland? Ívar Már Arthúrsson skrifar 20. september 2021 20:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun