Fjársveltar rannsóknir á efnahagsbrotum Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. september 2021 12:45 Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Á þessu vöktum við í Samfylkingunni þráfaldlega athygli. Óþarfi ætti að vera að benda á að það veikir samkeppnisstöðu þegar eftirlit er vanfjármagnað og ekki fast tekið á efnahagsbrotum. Það kemur niður á þeim sem fylgja reglum og stunda heiðarlega viðskiptahætti. Í júní 2019 voru samþykkt á Alþingi lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Vorið 2020 var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og svo voru tennurnar dregnar úr skattrannsóknum með því að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra. Í umfjöllun Kveiks í febrúar komu fram áhyggjur af skorti á mannskap hjá Héraðssaksóknara til að rannsaka mál sem koma inn á borð hans, m.a. Samherjamálið. Í umræðum um fjármögnun eftirlitsaðila vegna Samherjaskjalanna hélt fjármálaráðherra því ítrekað fram að eftirlitsstofnanir væru ekki undirfjármagnaðar og að þær fengju fjármagn úr varasjóðum ef þörf væri talin á. En það hefur ekki verið staðið við þau orð. Ráðamenn geta stýrt rannsóknum með því að svelta embættin sem þeim sinna. Stór mál og ekkert að frétta Rannsókn á Samherjaskjölunum er gríðarlega stórt mál sem krefst mikillar samvinnu á milli a.m.k. þriggja landa og tekur vissulega tíma. Það vekur hins vegar furðu hversu lítið fréttist af þeirri rannsókn. Lítið er sömuleiðis að frétta af öðrum alvarlegum málum sem hafa komið upp. Hvernig ætli til dæmis gangi að rannsaka mútugreiðslur til framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags sem kom fram í mars 2020? Og hvað með svik bílaleigufyrirtækisins Procar, en það eru tvö og hálft ár síðan flett var ofan af því máli, þar sem stórfelld og skipulögð svik voru beinlínis viðurkennd á skjánum fyrir framan alþjóð í umfjöllun Kveiks. Það er komið að almenningi Á meðan langflestir landsmenn axla sína samfélagslegu ábyrgð af samviskusemi er fullkomlega óásættanlegt að einstakir aðilar skjóti sér undan ábyrgð og njóti forréttinda og samkeppnisforskots með svikum án afleiðinga. Það er í almannaþágu að snúa þessu við. Samfylkingin vill að eftirlitsstofnanir verði styrktar. Við viljum efla skatteftirlit og -rannsóknir, herða viðurlög við alvarlegum brotum og leggja baráttunni lið á alþjóðlegum vettvangi. Við viljum að kennitöluflakk verði bannað eins og samtök launafólks og atvinnulífs hafa kallað eftir. Við höfum lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði breytt þannig að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar. Áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka mun ekki skila neinum breytingum, þvert á móti mun umburðarlyndi með efnhagsbrotum áfram ríkja með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samkeppnisaðila. Það er komið nóg af dekstri við sérhagsmunaöflin, nú er komið að almenningi. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Suðurkjördæmi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Á þessu vöktum við í Samfylkingunni þráfaldlega athygli. Óþarfi ætti að vera að benda á að það veikir samkeppnisstöðu þegar eftirlit er vanfjármagnað og ekki fast tekið á efnahagsbrotum. Það kemur niður á þeim sem fylgja reglum og stunda heiðarlega viðskiptahætti. Í júní 2019 voru samþykkt á Alþingi lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Vorið 2020 var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og svo voru tennurnar dregnar úr skattrannsóknum með því að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra. Í umfjöllun Kveiks í febrúar komu fram áhyggjur af skorti á mannskap hjá Héraðssaksóknara til að rannsaka mál sem koma inn á borð hans, m.a. Samherjamálið. Í umræðum um fjármögnun eftirlitsaðila vegna Samherjaskjalanna hélt fjármálaráðherra því ítrekað fram að eftirlitsstofnanir væru ekki undirfjármagnaðar og að þær fengju fjármagn úr varasjóðum ef þörf væri talin á. En það hefur ekki verið staðið við þau orð. Ráðamenn geta stýrt rannsóknum með því að svelta embættin sem þeim sinna. Stór mál og ekkert að frétta Rannsókn á Samherjaskjölunum er gríðarlega stórt mál sem krefst mikillar samvinnu á milli a.m.k. þriggja landa og tekur vissulega tíma. Það vekur hins vegar furðu hversu lítið fréttist af þeirri rannsókn. Lítið er sömuleiðis að frétta af öðrum alvarlegum málum sem hafa komið upp. Hvernig ætli til dæmis gangi að rannsaka mútugreiðslur til framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags sem kom fram í mars 2020? Og hvað með svik bílaleigufyrirtækisins Procar, en það eru tvö og hálft ár síðan flett var ofan af því máli, þar sem stórfelld og skipulögð svik voru beinlínis viðurkennd á skjánum fyrir framan alþjóð í umfjöllun Kveiks. Það er komið að almenningi Á meðan langflestir landsmenn axla sína samfélagslegu ábyrgð af samviskusemi er fullkomlega óásættanlegt að einstakir aðilar skjóti sér undan ábyrgð og njóti forréttinda og samkeppnisforskots með svikum án afleiðinga. Það er í almannaþágu að snúa þessu við. Samfylkingin vill að eftirlitsstofnanir verði styrktar. Við viljum efla skatteftirlit og -rannsóknir, herða viðurlög við alvarlegum brotum og leggja baráttunni lið á alþjóðlegum vettvangi. Við viljum að kennitöluflakk verði bannað eins og samtök launafólks og atvinnulífs hafa kallað eftir. Við höfum lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði breytt þannig að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar. Áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka mun ekki skila neinum breytingum, þvert á móti mun umburðarlyndi með efnhagsbrotum áfram ríkja með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samkeppnisaðila. Það er komið nóg af dekstri við sérhagsmunaöflin, nú er komið að almenningi. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun