Víkingar nýta hraðpróf og fjölga áhorfendum Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 13:54 Víkingar hafa verið dyggilega studdir í síðustu leikjum á leið sinni á topp Pepsi Max-deildarinnar. Ein umferð er eftir. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar munu geta tekið á móti 1.500 fullorðnum áhorfendum auk barna á laugardaginn, þegar þeir gætu mögulega orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Víkingar hafa ákveðið að nýta nýlegar reglur um stærri viðburði með kröfu um hraðpróf, vegna kórónuveirufaraldursins. Fólk sem vill freista þess að sjá Víkinga taka á móti Íslandsmeistarabikarnum, ef allt fer að óskum hjá þeim, þarf því að fara í hraðpróf innan við 48 klukkustundum áður en leikur hefst og sýna svo við komuna á leikinn staðfestingu á neikvæðu prófi. Þannig geta Víkingar fjölgað áhorfendum og haft 1.500 fullorðna í einu sóttvarnahólfi, í stað 1.000 í tveimur hólfum. Í yfirlýsingu frá Víkingum er bent á þann möguleika að leikurinn gæti verið færður til vegna veðurs, og ljóst að þau sem ætla á völlinn þurfa að gæta þess að fara ekki of snemma í hraðpróf. Ljóst er að sigur gegn Leikni dugar Víkingi til að verða Íslandsmeistari en vinni liðið ekki gæti Breiðablik orðið meistari með sigri gegn HK á sama tíma. Yfirlýsingu Víkings má lesa hér að neðan. Yfirlýsing Víkings vegna leiks við Leiknis: Í sumar hafa verið í gildi fjöldatakmarkanir og er þessi leikur engin undantekning. Nú þegar er orðið uppselt á leikinn miðað við tvö 500 manna hólf, en með eftirfarandi aðgerðum verður hægt að fjölga miðum og selja sérstaklega í stæði (en ekki í sæti). Til þess að gera fleirum kleift að mæta á leikinn verður gerð krafa um að gestir 16 ára og eldri framvísi neikvæðri niðurstöðu COVID-19 hraðprófs. Þetta er gert til þess að sem flestir geti upplifað þá stemningu sem mun vera í Víkinni á laugardaginn og hvatt liðið okkar áfram. Börn fædd 2006 og síðar telja ekki í gildandi takmörkunum. Hraðpróf, sem er ókeypis, er pantað í gegnum slóðina https://hradprof.covid.is og vekjum við athygli á að COVID-19 sjálfspróf er ekki nóg, heldur þarf að fara í hraðpróf á fimmtudag eða föstudag, þar sem prófið má ekki vera meira en 48 klst gamalt. Hraðpróf eru opin alla virka daga frá 08:00 til 12:00 og frá 12:45 til 20:00. Verði leiknum frestað til sunnudags vegna veðurs er hraðpróf frá fimmtudeginum útrunnið. Miðasala á aukamiðum fer fram í miðasöluappinu Stubbi og hefst miðvikudaginn 22. september kl. 11:00. Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram, að sjái einhverjir þeirra sem hafa nú þegar keypt miða á leikinn sér ekki fært að uppfylla skilyrði um hraðpróf þá eiga þeir aðilar fullan rétt til endurgreiðslu og munu aðrir stuðningsmenn hafa færi á að kaupa þá miða sem losna vegna slíks. Þá er jafnframt rétt að taka það sérstaklega fram að aðrir miðar en þeir sem eru útgefnir í gegnum Stubb, eins og t.d. opnir miðar frá Ölgerðinni á leiki í Pepsi Max deildinni, munu ekki gilda á leikinn. Allar óskir um endurgreiðslur aðgöngumiða skal senda á netfangið knattspyrna@vikingur.is Áfram Víkingur! Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Víkingar hafa ákveðið að nýta nýlegar reglur um stærri viðburði með kröfu um hraðpróf, vegna kórónuveirufaraldursins. Fólk sem vill freista þess að sjá Víkinga taka á móti Íslandsmeistarabikarnum, ef allt fer að óskum hjá þeim, þarf því að fara í hraðpróf innan við 48 klukkustundum áður en leikur hefst og sýna svo við komuna á leikinn staðfestingu á neikvæðu prófi. Þannig geta Víkingar fjölgað áhorfendum og haft 1.500 fullorðna í einu sóttvarnahólfi, í stað 1.000 í tveimur hólfum. Í yfirlýsingu frá Víkingum er bent á þann möguleika að leikurinn gæti verið færður til vegna veðurs, og ljóst að þau sem ætla á völlinn þurfa að gæta þess að fara ekki of snemma í hraðpróf. Ljóst er að sigur gegn Leikni dugar Víkingi til að verða Íslandsmeistari en vinni liðið ekki gæti Breiðablik orðið meistari með sigri gegn HK á sama tíma. Yfirlýsingu Víkings má lesa hér að neðan. Yfirlýsing Víkings vegna leiks við Leiknis: Í sumar hafa verið í gildi fjöldatakmarkanir og er þessi leikur engin undantekning. Nú þegar er orðið uppselt á leikinn miðað við tvö 500 manna hólf, en með eftirfarandi aðgerðum verður hægt að fjölga miðum og selja sérstaklega í stæði (en ekki í sæti). Til þess að gera fleirum kleift að mæta á leikinn verður gerð krafa um að gestir 16 ára og eldri framvísi neikvæðri niðurstöðu COVID-19 hraðprófs. Þetta er gert til þess að sem flestir geti upplifað þá stemningu sem mun vera í Víkinni á laugardaginn og hvatt liðið okkar áfram. Börn fædd 2006 og síðar telja ekki í gildandi takmörkunum. Hraðpróf, sem er ókeypis, er pantað í gegnum slóðina https://hradprof.covid.is og vekjum við athygli á að COVID-19 sjálfspróf er ekki nóg, heldur þarf að fara í hraðpróf á fimmtudag eða föstudag, þar sem prófið má ekki vera meira en 48 klst gamalt. Hraðpróf eru opin alla virka daga frá 08:00 til 12:00 og frá 12:45 til 20:00. Verði leiknum frestað til sunnudags vegna veðurs er hraðpróf frá fimmtudeginum útrunnið. Miðasala á aukamiðum fer fram í miðasöluappinu Stubbi og hefst miðvikudaginn 22. september kl. 11:00. Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram, að sjái einhverjir þeirra sem hafa nú þegar keypt miða á leikinn sér ekki fært að uppfylla skilyrði um hraðpróf þá eiga þeir aðilar fullan rétt til endurgreiðslu og munu aðrir stuðningsmenn hafa færi á að kaupa þá miða sem losna vegna slíks. Þá er jafnframt rétt að taka það sérstaklega fram að aðrir miðar en þeir sem eru útgefnir í gegnum Stubb, eins og t.d. opnir miðar frá Ölgerðinni á leiki í Pepsi Max deildinni, munu ekki gilda á leikinn. Allar óskir um endurgreiðslur aðgöngumiða skal senda á netfangið knattspyrna@vikingur.is Áfram Víkingur!
Yfirlýsing Víkings vegna leiks við Leiknis: Í sumar hafa verið í gildi fjöldatakmarkanir og er þessi leikur engin undantekning. Nú þegar er orðið uppselt á leikinn miðað við tvö 500 manna hólf, en með eftirfarandi aðgerðum verður hægt að fjölga miðum og selja sérstaklega í stæði (en ekki í sæti). Til þess að gera fleirum kleift að mæta á leikinn verður gerð krafa um að gestir 16 ára og eldri framvísi neikvæðri niðurstöðu COVID-19 hraðprófs. Þetta er gert til þess að sem flestir geti upplifað þá stemningu sem mun vera í Víkinni á laugardaginn og hvatt liðið okkar áfram. Börn fædd 2006 og síðar telja ekki í gildandi takmörkunum. Hraðpróf, sem er ókeypis, er pantað í gegnum slóðina https://hradprof.covid.is og vekjum við athygli á að COVID-19 sjálfspróf er ekki nóg, heldur þarf að fara í hraðpróf á fimmtudag eða föstudag, þar sem prófið má ekki vera meira en 48 klst gamalt. Hraðpróf eru opin alla virka daga frá 08:00 til 12:00 og frá 12:45 til 20:00. Verði leiknum frestað til sunnudags vegna veðurs er hraðpróf frá fimmtudeginum útrunnið. Miðasala á aukamiðum fer fram í miðasöluappinu Stubbi og hefst miðvikudaginn 22. september kl. 11:00. Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram, að sjái einhverjir þeirra sem hafa nú þegar keypt miða á leikinn sér ekki fært að uppfylla skilyrði um hraðpróf þá eiga þeir aðilar fullan rétt til endurgreiðslu og munu aðrir stuðningsmenn hafa færi á að kaupa þá miða sem losna vegna slíks. Þá er jafnframt rétt að taka það sérstaklega fram að aðrir miðar en þeir sem eru útgefnir í gegnum Stubb, eins og t.d. opnir miðar frá Ölgerðinni á leiki í Pepsi Max deildinni, munu ekki gilda á leikinn. Allar óskir um endurgreiðslur aðgöngumiða skal senda á netfangið knattspyrna@vikingur.is Áfram Víkingur!
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti