Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2021 15:58 Ásmundur Einar segist ekki ætla að tjá sig um mál Hugarafls á meðan það sé til skoðunar í ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls. Stefán Þór Stefánsson er í hópnum sem um ræðir og sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hann kynntist Hugarafli árið 2015, varð virkur í starfsemi og kynnist unnustu sinni sem svipti sig lífi fyrr á árinu. Unnustan, Tinna Finnsdóttir, hafði verið skjólstæðingur Hugarafls og er að sögn Stefáns ein þeirra sem hlaut mjög ómaklega meðferð af hálfu stjórnenda samtakanna. Stefán segir Tinnu hafa lýst fyrir sér undarlegum uppákomum og hegðun stjórnanda sem hann kannaðist sjálfur við en hafði þó leitt hjá sér. Það var síðan ekki fyrr en þau Tinna fóru að vera saman sem par, í byrjun þessa árs, sem hann fór að átta sig á að framkoma stjórnanda Hugarafls gagnvart henni hafi ekki verið eðlileg. Frásagnir Tinnu af því andlega ofbeldi sem hún varð fyrir í Hugarafli hafi opnað augu hans fyrir því að umhverfið þarna væri ekki eins og það ætti að vera. Forsvarsmenn Hugarafls hafna þessum ásökunum alfarið. Stjórn samtakanna sagði í yfirlýsingu að hún harmi þessar ásakanir og segir að svo virðist sem þeim sé ætlað að kasta rýrð á samtökin. Félagsmálaráðuneytið styrkti Hugarafl um átta milljónir króna í lok síðasta árs. Sá styrkur snýr að rekstri opins úrræðis þetta ár og það næsta. Í svörum ráðuneytisins í gær kom fram að starfsmenn ráðuneytisins hefðu skoðað þau gögn sem sexmenningarnir sendu og telji ábendingarnar alvarlegar. Enn sé verið að skoða málið og forsvarsmenn Hugarafls verði boðaðir á fund á næstunni. Enn fremur segir þar að þegar öll gögn málsins liggi fyrir verði lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif málið muni hafa á frekara samstarf við Hugarafl. Ásmundur Einar var spurður út í eftirlitið hjá samtökum á borð við Hugarafl. Ætlar ekki að ræða málið meðan það er á borði ráðuneytisins „Það er hjá ráðuneytinu og eftir atvikum eftirlitsstofnunum velferðarmála sem heyra undir ráðuneytið. Varðandi þetta mál þá hafa borist erindi til ráðuneytisins. Þetta er auðvitað ekki pólitískt á borði ráðherra heldur er ráðuneytið einfaldlega að fara yfir þetta og kalla til sín aðila. Það er svo sem ekki mikið meira efnislega að segja um þetta mál,“ segir Ásmundur Einar. „Almennt er það svo að þegar svona mál koma upp sem eru í ferli og samskiptum við ráðuneytið hef ég haft þá reglu að tjá mig ekki efnislega um málið á meðan ráðuneytið er að skoða það.“ Engin ástæða sé til að taka pólitískar ákvarðanir á meðan málið er í skoðun. „Það hef ég alltaf haft sem reglu sem ráðherra að á meðan mál er í skoðun, þá er ekki hægt að ræða pólitískar ákvarðanir.“ Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Stefán Þór Stefánsson er í hópnum sem um ræðir og sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hann kynntist Hugarafli árið 2015, varð virkur í starfsemi og kynnist unnustu sinni sem svipti sig lífi fyrr á árinu. Unnustan, Tinna Finnsdóttir, hafði verið skjólstæðingur Hugarafls og er að sögn Stefáns ein þeirra sem hlaut mjög ómaklega meðferð af hálfu stjórnenda samtakanna. Stefán segir Tinnu hafa lýst fyrir sér undarlegum uppákomum og hegðun stjórnanda sem hann kannaðist sjálfur við en hafði þó leitt hjá sér. Það var síðan ekki fyrr en þau Tinna fóru að vera saman sem par, í byrjun þessa árs, sem hann fór að átta sig á að framkoma stjórnanda Hugarafls gagnvart henni hafi ekki verið eðlileg. Frásagnir Tinnu af því andlega ofbeldi sem hún varð fyrir í Hugarafli hafi opnað augu hans fyrir því að umhverfið þarna væri ekki eins og það ætti að vera. Forsvarsmenn Hugarafls hafna þessum ásökunum alfarið. Stjórn samtakanna sagði í yfirlýsingu að hún harmi þessar ásakanir og segir að svo virðist sem þeim sé ætlað að kasta rýrð á samtökin. Félagsmálaráðuneytið styrkti Hugarafl um átta milljónir króna í lok síðasta árs. Sá styrkur snýr að rekstri opins úrræðis þetta ár og það næsta. Í svörum ráðuneytisins í gær kom fram að starfsmenn ráðuneytisins hefðu skoðað þau gögn sem sexmenningarnir sendu og telji ábendingarnar alvarlegar. Enn sé verið að skoða málið og forsvarsmenn Hugarafls verði boðaðir á fund á næstunni. Enn fremur segir þar að þegar öll gögn málsins liggi fyrir verði lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif málið muni hafa á frekara samstarf við Hugarafl. Ásmundur Einar var spurður út í eftirlitið hjá samtökum á borð við Hugarafl. Ætlar ekki að ræða málið meðan það er á borði ráðuneytisins „Það er hjá ráðuneytinu og eftir atvikum eftirlitsstofnunum velferðarmála sem heyra undir ráðuneytið. Varðandi þetta mál þá hafa borist erindi til ráðuneytisins. Þetta er auðvitað ekki pólitískt á borði ráðherra heldur er ráðuneytið einfaldlega að fara yfir þetta og kalla til sín aðila. Það er svo sem ekki mikið meira efnislega að segja um þetta mál,“ segir Ásmundur Einar. „Almennt er það svo að þegar svona mál koma upp sem eru í ferli og samskiptum við ráðuneytið hef ég haft þá reglu að tjá mig ekki efnislega um málið á meðan ráðuneytið er að skoða það.“ Engin ástæða sé til að taka pólitískar ákvarðanir á meðan málið er í skoðun. „Það hef ég alltaf haft sem reglu sem ráðherra að á meðan mál er í skoðun, þá er ekki hægt að ræða pólitískar ákvarðanir.“
Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38