Opnum faðminn Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Rannveig Guðmundsdóttir skrifa 21. september 2021 18:30 Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Dæmin sýna það; egypska fjölskyldan sem Íslendingar tóku höndum saman um að fela, íranski trans strákurinn sem stjórnvöld ætluðu að vísa úr landi og þurfti grettistak Samtakanna ‘78 og þjóðarinnar til að verja, ófríska albanska konan sem vísað var úr landi þvert á tilmæli heilbrigðisstarfsfólks, þolandi mansals sem flúði ofbeldi í Nígeríu og festi hér rætur en var vísað úr landi og afganska fjölskyldan sem senda átti úr landi en var varin af samnemendum barnanna í Hagaskóla. Þá voru umsækjendur um alþjóðlega vernd í vor sviptir fæði og húsnæði af Útlendingastofnun sem síðar var úrskurðað ólögmætt af kærunefnd útlendingamála líkt og lögfræðingar og félagasamtök höfðu ítrekað bent á. Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda. Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta. Við viljum stöðva brottvísanir til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt og ríkja sem komin eru að þolmörkum vegna fjölda flóttafólks. Samfylkingin vill ekki úthýsa börnum. Hættum að senda barnafjölskyldur úr landi og tökum betur á móti fólki af erlendum uppruna sem ákveður að koma hingað og leggja til samfélagsins. Þetta gerum við meðal annars með öflugri móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn og ungmenni og stuðningi við frjáls félagasamtök sem styðja við fólk af erlendum uppruna. Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag og veita börnum sem setjast hér að sömu tækifæri og íslenskum börnum. Mikilvægt er að bæta hæliskerfið og móta nýja stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við afar þröngar túlkanir á útlendingalögum við meðferð á umsóknum, og ekki er tekið tillit til viðkvæmrar stöðu fólks eins og þegar um er að ræða hinsegin fólk, börn, veikt sem og fatlað fólk. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn strax í haust! Höfundar eru frambjóðendur til Alþingis á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Suðvesturkjördæmi Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Dæmin sýna það; egypska fjölskyldan sem Íslendingar tóku höndum saman um að fela, íranski trans strákurinn sem stjórnvöld ætluðu að vísa úr landi og þurfti grettistak Samtakanna ‘78 og þjóðarinnar til að verja, ófríska albanska konan sem vísað var úr landi þvert á tilmæli heilbrigðisstarfsfólks, þolandi mansals sem flúði ofbeldi í Nígeríu og festi hér rætur en var vísað úr landi og afganska fjölskyldan sem senda átti úr landi en var varin af samnemendum barnanna í Hagaskóla. Þá voru umsækjendur um alþjóðlega vernd í vor sviptir fæði og húsnæði af Útlendingastofnun sem síðar var úrskurðað ólögmætt af kærunefnd útlendingamála líkt og lögfræðingar og félagasamtök höfðu ítrekað bent á. Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda. Samfylkingin vill taka við fleira fólki á flótta. Við viljum stöðva brottvísanir til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt og ríkja sem komin eru að þolmörkum vegna fjölda flóttafólks. Samfylkingin vill ekki úthýsa börnum. Hættum að senda barnafjölskyldur úr landi og tökum betur á móti fólki af erlendum uppruna sem ákveður að koma hingað og leggja til samfélagsins. Þetta gerum við meðal annars með öflugri móðurmáls- og íslenskukennslu fyrir börn og ungmenni og stuðningi við frjáls félagasamtök sem styðja við fólk af erlendum uppruna. Lykilatriði er að greiða leið fólks af erlendum uppruna inn í íslenskt samfélag og veita börnum sem setjast hér að sömu tækifæri og íslenskum börnum. Mikilvægt er að bæta hæliskerfið og móta nýja stefnu í málefnum fólks af erlendum uppruna með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ríkisstjórnin hefur falið sig á bak við afar þröngar túlkanir á útlendingalögum við meðferð á umsóknum, og ekki er tekið tillit til viðkvæmrar stöðu fólks eins og þegar um er að ræða hinsegin fólk, börn, veikt sem og fatlað fólk. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn strax í haust! Höfundar eru frambjóðendur til Alþingis á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun