Þjóðarhöllin rísi Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson skrifa 22. september 2021 11:31 Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. Þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur og íþróttafólk of smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Uppbygging á bæði nýrri höll og velli hefur verið til umræðu í fjölda ára, en erfitt hefur reynst að koma málinu af umræðustigi milli ríkis og borgar. Nú horfir hins vegar til betri vegar, því loksins liggur fyrir tillaga með vandaðri þarfagreiningu og mati á bæði stofn- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir. Heiðurinn af þeirri tillögu á starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, með fulltrúm margra af helstu hagaðilum. Hús sem iðar af lífi Tæknilega er hægt að ráðast í breytingar á fyrirliggjandi húsnæði fyrir einstaka viðburði til að uppfylla kröfur, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og getur ekki talist framtíðarlausn í neinu tilliti. Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur! Slík þjóðarhöll þarf að standa undir nafni og iða af lífi, frá morgni til kvölds. Við sjáum fyrir okkur fjölnotahús, sem gæti hýst stóra tónlistar- og menningarviðburði, rafíþróttamót, margvíslega æskulýðsstarfsemi og verið þungamiðjan í lýðheilsustarfi landans. Hún á að vera miðpunkturinn í íþróttastarfi þjóðarinnar, reglulegur áfangastaður fjölskyldna og íþróttafólks og laða til sín unga sem aldna. Hún ætti jafnframt að samnýtast með nýjum útileikvangi, en áætlanir um byggingu knattspyrnuleikvangs eru líka langt á veg komnar. Tíminn er núna Starfshópurinn leggur til tvo kosti; annars vegar hús fyrir 5000 áhorfendur og hins vegar hús fyrir 8600 áhorfendur. Grunnur að rekstraráætlun fyrir báða kostina liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að taka stökkið, enda er tími innviðafjárfestinga runninn upp. Eftir mikla yfirlegu er lagt til að Þjóðarhöllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík þar sem fyrir er miðstöð íslensks íþróttalífs og samgöngur góðar. Framundan er að tryggja fjármögnun, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga. Ef við ætlum áfram að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsvísu verðum við að bæta úr aðstöðumálum, annars er raunveruleg hætta á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi. Við Íslendingar höfum átt okkur þann draum um áratugaskeið að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþróttastarf í landinu. Nú er stór hluti undirbúningsvinnunnar kominn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Alþjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjölfarið. Tryggjum að svo verði ekki. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Ásmundur Einar Daðason Lilja Alfreðsdóttir Willum Þór Þórsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. Þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur og íþróttafólk of smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Uppbygging á bæði nýrri höll og velli hefur verið til umræðu í fjölda ára, en erfitt hefur reynst að koma málinu af umræðustigi milli ríkis og borgar. Nú horfir hins vegar til betri vegar, því loksins liggur fyrir tillaga með vandaðri þarfagreiningu og mati á bæði stofn- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir. Heiðurinn af þeirri tillögu á starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, með fulltrúm margra af helstu hagaðilum. Hús sem iðar af lífi Tæknilega er hægt að ráðast í breytingar á fyrirliggjandi húsnæði fyrir einstaka viðburði til að uppfylla kröfur, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og getur ekki talist framtíðarlausn í neinu tilliti. Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur! Slík þjóðarhöll þarf að standa undir nafni og iða af lífi, frá morgni til kvölds. Við sjáum fyrir okkur fjölnotahús, sem gæti hýst stóra tónlistar- og menningarviðburði, rafíþróttamót, margvíslega æskulýðsstarfsemi og verið þungamiðjan í lýðheilsustarfi landans. Hún á að vera miðpunkturinn í íþróttastarfi þjóðarinnar, reglulegur áfangastaður fjölskyldna og íþróttafólks og laða til sín unga sem aldna. Hún ætti jafnframt að samnýtast með nýjum útileikvangi, en áætlanir um byggingu knattspyrnuleikvangs eru líka langt á veg komnar. Tíminn er núna Starfshópurinn leggur til tvo kosti; annars vegar hús fyrir 5000 áhorfendur og hins vegar hús fyrir 8600 áhorfendur. Grunnur að rekstraráætlun fyrir báða kostina liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að taka stökkið, enda er tími innviðafjárfestinga runninn upp. Eftir mikla yfirlegu er lagt til að Þjóðarhöllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík þar sem fyrir er miðstöð íslensks íþróttalífs og samgöngur góðar. Framundan er að tryggja fjármögnun, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga. Ef við ætlum áfram að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsvísu verðum við að bæta úr aðstöðumálum, annars er raunveruleg hætta á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi. Við Íslendingar höfum átt okkur þann draum um áratugaskeið að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþróttastarf í landinu. Nú er stór hluti undirbúningsvinnunnar kominn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Alþjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjölfarið. Tryggjum að svo verði ekki. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun