Njarðvíkingar ætla að skipta Ljónagryfjunni út fyrir Stapaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 13:30 Nú er bara spurningin hvort Logi Gunnarsson klára ferilinn í Ljónagryfjunni eða hvort hann spili svo lengi að hann klárist í Stapaskóla. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík er búin að finna leið til að búa til pláss fyrir fleiri áhorfendur á heimaleikjum liðsins í körfunni en það verður þó ekki gert með því að stækka Ljónagryfjuna. Reykjanesbær hefur undirritað samning við Íslenskra aðalverktaka hf og VSB Verkfræðistofu ehf. vegna annars áfanga við Stapaskóla en íþróttahús skólans verður næsti nýr heimavöllur Njarðvíkinga í körfunni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og eru líklegir til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Það yrði þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2006 en jafnframt gæti það orðið sá síðasti sem vinnst í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrettán Íslandsmeistaratitla sína í Ljónagryfjunni síðan sá fyrsti kom í hús árið 1981. Njarðvíkingar hafa reyndar líka gert tilkall til fjögurra Íslandsmeistaratitla sem Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar vann á sjötta áratugnum en ÍKF sameinaðist Ungmennafélagi Njarðvíkur árið 1969. Víkurfréttir segja frá því að fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla, ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum, muni rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Í umfjöllun blaðsins má sjá myndir af framtíðarútliti íþróttahússins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun þar með fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um ellefu hundruð manns. Til samanburðar geta innan við fimm hundruð manns rúmast í áhorfendastæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Það er oft mjög þröngt um áhorfendur í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar geta því tekið sex hundruð fleiri áhorfendur á heimaleiki sína í framtíðinni. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina og unnu útboðið en VSB Verkfræðistofa ehf. mun síðan hafa eftirlit með framkvæmdum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Reykjanesbær hefur undirritað samning við Íslenskra aðalverktaka hf og VSB Verkfræðistofu ehf. vegna annars áfanga við Stapaskóla en íþróttahús skólans verður næsti nýr heimavöllur Njarðvíkinga í körfunni. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar á dögunum og eru líklegir til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. Það yrði þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins frá 2006 en jafnframt gæti það orðið sá síðasti sem vinnst í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar hafa unnið alla þrettán Íslandsmeistaratitla sína í Ljónagryfjunni síðan sá fyrsti kom í hús árið 1981. Njarðvíkingar hafa reyndar líka gert tilkall til fjögurra Íslandsmeistaratitla sem Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar vann á sjötta áratugnum en ÍKF sameinaðist Ungmennafélagi Njarðvíkur árið 1969. Víkurfréttir segja frá því að fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku við Stapaskóla, ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum, muni rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Í umfjöllun blaðsins má sjá myndir af framtíðarútliti íþróttahússins. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun þar með fá nýjan heimavöll í íþróttamannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um ellefu hundruð manns. Til samanburðar geta innan við fimm hundruð manns rúmast í áhorfendastæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Það er oft mjög þröngt um áhorfendur í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar geta því tekið sex hundruð fleiri áhorfendur á heimaleiki sína í framtíðinni. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í framkvæmdina og unnu útboðið en VSB Verkfræðistofa ehf. mun síðan hafa eftirlit með framkvæmdum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira