Sigurjón kom vel út úr nýrri tölfræðigreiningu HB Statz Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 15:00 Sigurjón Guðmundsson varði átján skot í marki HK gegn KA í 1. umferð Olís-deildar karla. vísir/vilhelm Sigurjón Guðmundsson, markvörður HK, stimplaði sig inn í Olís-deildina með látum í leiknum gegn KA í síðustu umferð. Hann varði sérstaklega vel úr hornunum. Ein af nýjungunum hjá HB Statz, sem heldur utan um tölfræðina í Olís-deildunum, er að hægt er að sjá hvernig markverðir verja úr hverri stöðu. Þegar litið er á frammistöðu markvarðanna í þeim fimm leikjum sem er lokið í Olís-deild karla stendur Sigurjón upp úr þegar kemur að markvörslu úr hornum. Í leiknum gegn KA á fimmtudaginn varði hann sjö skot úr horni, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Næstur kemur Nicholas Satchwell sem varði þrjú hornaskot gegn HK (fimmtíu prósent). KA vann leikinn með þriggja marka mun, 25-28. Sigurjón gekk einnig vel að eiga við skot fyrir utan og varði sjö skot þaðan, eða 43,8 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Satchwell og Björgvin Páll Gústavsson, Val, vörðu flest skot fyrir utan, eða átta hvor. Satchwell varði 38 prósent skota sinna fyrir utan og Björgvin Páll helminginn. Sigurjón og Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, vörðu flest skot úr gegnumbrotum, eða tvö hvor. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell átti góðan leik í Kórnum.vísir/vilhelm Satchwell reyndist línumönnum HK afar erfiður en hann varði fimm skot frá þeim (71,4 prósent) sem er lygileg tölfræði. Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu, varði fjögur skot af línu (fimmtíu prósent). Einar Baldvin varði tvö skot úr hraðaupphlaupum líkt og Aron Rafn Eðvarðsson hjá Haukum. Hægt er að sjá tölfræðina yfir hvernig markverðir verja úr hverri stöðu fyrir sig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Sigurjón fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í Seinni bylgjunni á föstudaginn. „Hann eiginlega bara hélt HK inni í þessum leik eins lengi og þeir voru inni í þessum leik. Hann var algjörlega frábær og svona á sama tíma var Satchwell að verja mjög lítið,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Það eru nokkur ár síðan að maður heyrði af þessum strák og hann var víst mjög góður í Grill-deildinni í fyrra. Það er bara virkilega gaman að sjá hann stimpla sig svona inn í fyrsta leik. Hann á heldur ekki langt að sækja hæfileikana.“ Theodór vísaði þar til þess að faðir Sigurjóns er Guðmundur Hrafnkelsson sem lék yfir fjögur hundruð leiki í marki íslenska landsliðsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla HK Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Ein af nýjungunum hjá HB Statz, sem heldur utan um tölfræðina í Olís-deildunum, er að hægt er að sjá hvernig markverðir verja úr hverri stöðu. Þegar litið er á frammistöðu markvarðanna í þeim fimm leikjum sem er lokið í Olís-deild karla stendur Sigurjón upp úr þegar kemur að markvörslu úr hornum. Í leiknum gegn KA á fimmtudaginn varði hann sjö skot úr horni, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Næstur kemur Nicholas Satchwell sem varði þrjú hornaskot gegn HK (fimmtíu prósent). KA vann leikinn með þriggja marka mun, 25-28. Sigurjón gekk einnig vel að eiga við skot fyrir utan og varði sjö skot þaðan, eða 43,8 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Satchwell og Björgvin Páll Gústavsson, Val, vörðu flest skot fyrir utan, eða átta hvor. Satchwell varði 38 prósent skota sinna fyrir utan og Björgvin Páll helminginn. Sigurjón og Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, vörðu flest skot úr gegnumbrotum, eða tvö hvor. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell átti góðan leik í Kórnum.vísir/vilhelm Satchwell reyndist línumönnum HK afar erfiður en hann varði fimm skot frá þeim (71,4 prósent) sem er lygileg tölfræði. Einar Baldvin Baldvinsson, Gróttu, varði fjögur skot af línu (fimmtíu prósent). Einar Baldvin varði tvö skot úr hraðaupphlaupum líkt og Aron Rafn Eðvarðsson hjá Haukum. Hægt er að sjá tölfræðina yfir hvernig markverðir verja úr hverri stöðu fyrir sig með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Sigurjón fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í Seinni bylgjunni á föstudaginn. „Hann eiginlega bara hélt HK inni í þessum leik eins lengi og þeir voru inni í þessum leik. Hann var algjörlega frábær og svona á sama tíma var Satchwell að verja mjög lítið,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Það eru nokkur ár síðan að maður heyrði af þessum strák og hann var víst mjög góður í Grill-deildinni í fyrra. Það er bara virkilega gaman að sjá hann stimpla sig svona inn í fyrsta leik. Hann á heldur ekki langt að sækja hæfileikana.“ Theodór vísaði þar til þess að faðir Sigurjóns er Guðmundur Hrafnkelsson sem lék yfir fjögur hundruð leiki í marki íslenska landsliðsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla HK Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira