Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. september 2021 15:15 Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast. Dæmi: stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel. En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og gera hann smám saman að eigin eign. Þetta gerðist oft á öldum áður og þannig urðu til stéttir aðalsmanna sem byggðu á yfirráðum yfir landi. Slíkt kerfi var við lýði í Evrópu og entist fram á 19-öld. Kerfið endaði illa því að ekki var hægt að vinda ofan af því nema með blóðugri byltingu. Við Ísland eru auðug fiskimið sem gefa af sér um tvöfalt meira á hverja flatarmálseiningu en þekktustu önnur fiskimið í Norður-Atlantshafi, svo sem Norðursjórinn og Barentshafið. Tekjumöguleikar eru því miklir, einkum ef fáir njóta gæðanna. Örfáar íslenskar fjölskyldur telja sig nú eiga þessi fiskimið. Þessar fjölskyldur verja rétt sinn af hörku með fulltingi þingflokka sem hindra breytingar í þágu almennings. Þetta er upphaf að myndun stéttar aðalsmanna á Íslandi. Kvótahafar fengu þennan rétt fyrir lítið. Stórútgerðin fær að nota eign almennings, fiskveiðikvótann, og getur meira að segja selt hann frá sér á markaðsverði sem er margfalt það sem hún fær kvótann á. Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki fái botnfiskkvóta, þótt fyrirtækið veiði eingöngu uppsjávarfisk. Sá kvóti er seldur til annarra fyrir um 0,8 milljarða. Tekjur þessa hóps nýríkra aðalsmanna eru miklar. Kvótinn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafakvótinn gerir það að verkum að hagnaður stóru útgerðarfélaganna er svo mikill að þessi fyrirtæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnurekstri og eru líkleg til að eignast nærri allt sem bitastætt er í landinu. Með núverandi kerfi stefnum við að stéttskiptu þjóðfélagi. Það er ekki heillandi framtíðarsýn. Flokkur fólksins vill réttlæti og jöfn tækifæri til þeirra sem byggja og búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill að fullt verð verði greitt fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Settu X við F á kjördag! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast. Dæmi: stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel. En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og gera hann smám saman að eigin eign. Þetta gerðist oft á öldum áður og þannig urðu til stéttir aðalsmanna sem byggðu á yfirráðum yfir landi. Slíkt kerfi var við lýði í Evrópu og entist fram á 19-öld. Kerfið endaði illa því að ekki var hægt að vinda ofan af því nema með blóðugri byltingu. Við Ísland eru auðug fiskimið sem gefa af sér um tvöfalt meira á hverja flatarmálseiningu en þekktustu önnur fiskimið í Norður-Atlantshafi, svo sem Norðursjórinn og Barentshafið. Tekjumöguleikar eru því miklir, einkum ef fáir njóta gæðanna. Örfáar íslenskar fjölskyldur telja sig nú eiga þessi fiskimið. Þessar fjölskyldur verja rétt sinn af hörku með fulltingi þingflokka sem hindra breytingar í þágu almennings. Þetta er upphaf að myndun stéttar aðalsmanna á Íslandi. Kvótahafar fengu þennan rétt fyrir lítið. Stórútgerðin fær að nota eign almennings, fiskveiðikvótann, og getur meira að segja selt hann frá sér á markaðsverði sem er margfalt það sem hún fær kvótann á. Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki fái botnfiskkvóta, þótt fyrirtækið veiði eingöngu uppsjávarfisk. Sá kvóti er seldur til annarra fyrir um 0,8 milljarða. Tekjur þessa hóps nýríkra aðalsmanna eru miklar. Kvótinn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafakvótinn gerir það að verkum að hagnaður stóru útgerðarfélaganna er svo mikill að þessi fyrirtæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnurekstri og eru líkleg til að eignast nærri allt sem bitastætt er í landinu. Með núverandi kerfi stefnum við að stéttskiptu þjóðfélagi. Það er ekki heillandi framtíðarsýn. Flokkur fólksins vill réttlæti og jöfn tækifæri til þeirra sem byggja og búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill að fullt verð verði greitt fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Settu X við F á kjördag! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar