Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í loftslagsmálum! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. september 2021 15:46 Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun