Fæðingarorlof - jafn sjálfstæður réttur er lykilatriði Friðrik Már Sigurðsson skrifar 22. september 2021 16:31 Með þeim breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tóku gildi þann 1. janúar 2021 voru tekin stór skref í átt að betra samfélagi. Meginstef lagasetningarinnar að veita foreldrum jafnan rétt og jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Samhliða lagabreytingunni fylgdu stóraukin framlög sem fólu í sér að gert er ráð fyrir að 19,1 milljarði króna varið í fæðingarorlof á árinu 2021, sem er tæp tvöföldun á þeirri upphæð sem fór til fæðingarorlofs árið 2017. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á löggjöfinni undir forystu Framsóknar eru í takti við stefnu okkar um að vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Þá veitir lenging á fæðingarorlofi í 12 mánuði börnum og foreldrum lengri tíma til samvista en áður. Opin og gagnleg umræða hefur farið fram í samfélaginu um það hvernig best sé að hátta skiptingu orlofs milli foreldra og sitt sýnist hverjum. Ástæða þessa skrifa okkar er sú að ennþá tala ýmsir flokkar fyrir því að rétturinn til fæðingarorlofs eigi allur að vera sameiginlegur og foreldrar geti skipt honum á milli sín eins og þeim sýnist. Þvert á móti þá er mikilvægt að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra eru því ekki á rökum reistar. Þvert á móti þá tryggir sex mánaða sjálfstæður réttur til orlofs rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þátttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er því mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Ég er sannfærður um að stór skref hafi verið tekin í átt að betra samfélagi með nýjum fæðingarorlofslögum. Við í Framsókn viljum halda áfram að auka stuðning við foreldra og leggjum áherslu á það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þannig að börn fái tryggt leikskólapláss eftir að fæðingarorlofi lýkur. Ríki og sveitarfélög verða að taka höndum saman og með barnið og velferð þess í forgangi. Við í Framsókn leggjum nú sem áður ríka áherslu á umbætur á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Við leitum lausna á grunni skynsemi og rökhyggju. Þannig vinnum við. Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Fæðingarorlof Félagsmál Norðvesturkjördæmi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Með þeim breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tóku gildi þann 1. janúar 2021 voru tekin stór skref í átt að betra samfélagi. Meginstef lagasetningarinnar að veita foreldrum jafnan rétt og jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Samhliða lagabreytingunni fylgdu stóraukin framlög sem fólu í sér að gert er ráð fyrir að 19,1 milljarði króna varið í fæðingarorlof á árinu 2021, sem er tæp tvöföldun á þeirri upphæð sem fór til fæðingarorlofs árið 2017. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á löggjöfinni undir forystu Framsóknar eru í takti við stefnu okkar um að vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Þá veitir lenging á fæðingarorlofi í 12 mánuði börnum og foreldrum lengri tíma til samvista en áður. Opin og gagnleg umræða hefur farið fram í samfélaginu um það hvernig best sé að hátta skiptingu orlofs milli foreldra og sitt sýnist hverjum. Ástæða þessa skrifa okkar er sú að ennþá tala ýmsir flokkar fyrir því að rétturinn til fæðingarorlofs eigi allur að vera sameiginlegur og foreldrar geti skipt honum á milli sín eins og þeim sýnist. Þvert á móti þá er mikilvægt að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra eru því ekki á rökum reistar. Þvert á móti þá tryggir sex mánaða sjálfstæður réttur til orlofs rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þátttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er því mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Ég er sannfærður um að stór skref hafi verið tekin í átt að betra samfélagi með nýjum fæðingarorlofslögum. Við í Framsókn viljum halda áfram að auka stuðning við foreldra og leggjum áherslu á það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þannig að börn fái tryggt leikskólapláss eftir að fæðingarorlofi lýkur. Ríki og sveitarfélög verða að taka höndum saman og með barnið og velferð þess í forgangi. Við í Framsókn leggjum nú sem áður ríka áherslu á umbætur á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Við leitum lausna á grunni skynsemi og rökhyggju. Þannig vinnum við. Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun