Fæðingarorlof - jafn sjálfstæður réttur er lykilatriði Friðrik Már Sigurðsson skrifar 22. september 2021 16:31 Með þeim breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tóku gildi þann 1. janúar 2021 voru tekin stór skref í átt að betra samfélagi. Meginstef lagasetningarinnar að veita foreldrum jafnan rétt og jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Samhliða lagabreytingunni fylgdu stóraukin framlög sem fólu í sér að gert er ráð fyrir að 19,1 milljarði króna varið í fæðingarorlof á árinu 2021, sem er tæp tvöföldun á þeirri upphæð sem fór til fæðingarorlofs árið 2017. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á löggjöfinni undir forystu Framsóknar eru í takti við stefnu okkar um að vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Þá veitir lenging á fæðingarorlofi í 12 mánuði börnum og foreldrum lengri tíma til samvista en áður. Opin og gagnleg umræða hefur farið fram í samfélaginu um það hvernig best sé að hátta skiptingu orlofs milli foreldra og sitt sýnist hverjum. Ástæða þessa skrifa okkar er sú að ennþá tala ýmsir flokkar fyrir því að rétturinn til fæðingarorlofs eigi allur að vera sameiginlegur og foreldrar geti skipt honum á milli sín eins og þeim sýnist. Þvert á móti þá er mikilvægt að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra eru því ekki á rökum reistar. Þvert á móti þá tryggir sex mánaða sjálfstæður réttur til orlofs rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þátttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er því mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Ég er sannfærður um að stór skref hafi verið tekin í átt að betra samfélagi með nýjum fæðingarorlofslögum. Við í Framsókn viljum halda áfram að auka stuðning við foreldra og leggjum áherslu á það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þannig að börn fái tryggt leikskólapláss eftir að fæðingarorlofi lýkur. Ríki og sveitarfélög verða að taka höndum saman og með barnið og velferð þess í forgangi. Við í Framsókn leggjum nú sem áður ríka áherslu á umbætur á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Við leitum lausna á grunni skynsemi og rökhyggju. Þannig vinnum við. Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Fæðingarorlof Félagsmál Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Með þeim breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tóku gildi þann 1. janúar 2021 voru tekin stór skref í átt að betra samfélagi. Meginstef lagasetningarinnar að veita foreldrum jafnan rétt og jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Samhliða lagabreytingunni fylgdu stóraukin framlög sem fólu í sér að gert er ráð fyrir að 19,1 milljarði króna varið í fæðingarorlof á árinu 2021, sem er tæp tvöföldun á þeirri upphæð sem fór til fæðingarorlofs árið 2017. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á löggjöfinni undir forystu Framsóknar eru í takti við stefnu okkar um að vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Þá veitir lenging á fæðingarorlofi í 12 mánuði börnum og foreldrum lengri tíma til samvista en áður. Opin og gagnleg umræða hefur farið fram í samfélaginu um það hvernig best sé að hátta skiptingu orlofs milli foreldra og sitt sýnist hverjum. Ástæða þessa skrifa okkar er sú að ennþá tala ýmsir flokkar fyrir því að rétturinn til fæðingarorlofs eigi allur að vera sameiginlegur og foreldrar geti skipt honum á milli sín eins og þeim sýnist. Þvert á móti þá er mikilvægt að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra eru því ekki á rökum reistar. Þvert á móti þá tryggir sex mánaða sjálfstæður réttur til orlofs rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þátttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er því mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Ég er sannfærður um að stór skref hafi verið tekin í átt að betra samfélagi með nýjum fæðingarorlofslögum. Við í Framsókn viljum halda áfram að auka stuðning við foreldra og leggjum áherslu á það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þannig að börn fái tryggt leikskólapláss eftir að fæðingarorlofi lýkur. Ríki og sveitarfélög verða að taka höndum saman og með barnið og velferð þess í forgangi. Við í Framsókn leggjum nú sem áður ríka áherslu á umbætur á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Við leitum lausna á grunni skynsemi og rökhyggju. Þannig vinnum við. Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun