Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Guðni Ágústsson skrifar 22. september 2021 15:31 Einhver besti „hittarinn“ í þessari kosningabaráttu er slagorð Framsóknar. Hvar sem ég fer kann fólk það og fer með það við næsta mann. Mér finnst eins og ég heyri rödd Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherrans ástsæla, segja „er ekki bara best að kjósa Framsókn?”. Og slagorðið hittir beint í hjartað. En þessu hógværa slagorði fylgir miklu meiri alvara því ráðherrar flokksins, Sigurður Ingi formaður og þau Lilja Dögg, mennta- og menningarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eru öll vinsæl og afkastamikil hvert á sínu sviði í ríkisstjórninni. Samgöngurnar eru á flugi og ferð og landsmenn hafa aldrei séð jafn mörg brýn verkefni komin í framkvæmd. Sigurður Ingi er maður sátta og sagður límið í ríkisstjórninni. Lilja Dögg hefur bylt mörgu í menntakerfinu sem snýr að unga fólkinu okkar, menntun og menningu. Ásmundur Einar Daðason hefur með hugsjónaeldi gengið til móts við börnin sem hafa átt erfiða æsku. Hann fer í fyrirbyggjandi starf með ráðuneytið sitt og samstarf við þúsund aðila mannslífum til bjargar. Nú fylgir Framsókn mikilvægasta orðið og fallegasta: Traust. Rödd skynseminnar kallar nú til þín kjósandi góður. Við skulum ekki vakna upp á sunnudagsnótt við það að Ásmundur Einar eða Lilja Dögg hafi ekki náð kjöri, hér í Reykjavík. Kjósum Ásmund Einar og Lilju Dögg. Kjósum traust fólk. XB. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknar og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Einhver besti „hittarinn“ í þessari kosningabaráttu er slagorð Framsóknar. Hvar sem ég fer kann fólk það og fer með það við næsta mann. Mér finnst eins og ég heyri rödd Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherrans ástsæla, segja „er ekki bara best að kjósa Framsókn?”. Og slagorðið hittir beint í hjartað. En þessu hógværa slagorði fylgir miklu meiri alvara því ráðherrar flokksins, Sigurður Ingi formaður og þau Lilja Dögg, mennta- og menningarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eru öll vinsæl og afkastamikil hvert á sínu sviði í ríkisstjórninni. Samgöngurnar eru á flugi og ferð og landsmenn hafa aldrei séð jafn mörg brýn verkefni komin í framkvæmd. Sigurður Ingi er maður sátta og sagður límið í ríkisstjórninni. Lilja Dögg hefur bylt mörgu í menntakerfinu sem snýr að unga fólkinu okkar, menntun og menningu. Ásmundur Einar Daðason hefur með hugsjónaeldi gengið til móts við börnin sem hafa átt erfiða æsku. Hann fer í fyrirbyggjandi starf með ráðuneytið sitt og samstarf við þúsund aðila mannslífum til bjargar. Nú fylgir Framsókn mikilvægasta orðið og fallegasta: Traust. Rödd skynseminnar kallar nú til þín kjósandi góður. Við skulum ekki vakna upp á sunnudagsnótt við það að Ásmundur Einar eða Lilja Dögg hafi ekki náð kjöri, hér í Reykjavík. Kjósum Ásmund Einar og Lilju Dögg. Kjósum traust fólk. XB. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknar og ráðherra.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar