Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 11:51 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, hvetur alla til að fara varlega um helgina. Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum. Litið verður á kosningavökurnar næsta laugardag sem einkasamkvæmi. Því verður 500 manna fjöldatakmark á þeim og bannað að hleypa inn nýjum gestum eftir miðnætti, líkt og á skemmtistöðum. „Og eins ef að menn eru að nota staði sem eru með vínveitingaleyfi, þá má ekki vera með vínveitingar samkvæmt því leyfi eftir miðnætti," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Eins og brúðkaup eða afmæli Partíin eru auðvitað ekki beint hugsuð til að klárast snemma heldur er tilgangur þeirra einmitt að fylgjast með nýjustu tölum langt inn í nóttina. Í gegn um tíðina hafa þetta þá ekki verið miklar bindindissamkomur. En hvað gera flokkarnir þá þegar ekki má selja áfengi eftir miðnætti? Má gefa það í staðinn? „Já, já, bara eins og þú gerir í brúðkaupi eða afmæli eða slíku að þá máttu náttúrulega veita, eða gefa gestum þínum áfengi. Það er heimilt," segir Víðir. Hefur áhyggjur af hópamyndunum Búast má við miklum hópamyndunum um helgina, jafnvel þeim mestu síðan í sumar þegar engin fjöldatakmörk voru í gildi. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er auðvitað einhver ástæða til þess. En við bara hvetjum fólk til að fara varlega, þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um okkar persónulegu hegðun," segir Víðir. „Og síðan auðvitað geta menn nýtt sér hraðpróf til þess að taka stöðuna á sér til að athuga hvort menn séu með eitthvað og auðvitað ef að menn eru með einkenni að vera ekki að mæta í svona samkomur." Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Næturlíf Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Litið verður á kosningavökurnar næsta laugardag sem einkasamkvæmi. Því verður 500 manna fjöldatakmark á þeim og bannað að hleypa inn nýjum gestum eftir miðnætti, líkt og á skemmtistöðum. „Og eins ef að menn eru að nota staði sem eru með vínveitingaleyfi, þá má ekki vera með vínveitingar samkvæmt því leyfi eftir miðnætti," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Eins og brúðkaup eða afmæli Partíin eru auðvitað ekki beint hugsuð til að klárast snemma heldur er tilgangur þeirra einmitt að fylgjast með nýjustu tölum langt inn í nóttina. Í gegn um tíðina hafa þetta þá ekki verið miklar bindindissamkomur. En hvað gera flokkarnir þá þegar ekki má selja áfengi eftir miðnætti? Má gefa það í staðinn? „Já, já, bara eins og þú gerir í brúðkaupi eða afmæli eða slíku að þá máttu náttúrulega veita, eða gefa gestum þínum áfengi. Það er heimilt," segir Víðir. Hefur áhyggjur af hópamyndunum Búast má við miklum hópamyndunum um helgina, jafnvel þeim mestu síðan í sumar þegar engin fjöldatakmörk voru í gildi. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er auðvitað einhver ástæða til þess. En við bara hvetjum fólk til að fara varlega, þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um okkar persónulegu hegðun," segir Víðir. „Og síðan auðvitað geta menn nýtt sér hraðpróf til þess að taka stöðuna á sér til að athuga hvort menn séu með eitthvað og auðvitað ef að menn eru með einkenni að vera ekki að mæta í svona samkomur."
Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Næturlíf Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira