Tugmilljóna króna tjón vegna tölvuárásar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 14:41 Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Geislatækni, fyrir framan af eina af vélunum sem eru óvirkar vegna árásarinnar. vísir/vilhelm Rússneskir tölvuþrjótar hafa síðan á föstudag haft allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í gíslingu. Þeir krefjast tuga milljóna króna lausnargjalds. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Hann býst við að hægt verði að hefja einhverja starfsemi á ný í fyrirtækinu í dag. Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar. Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar.
Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira