Kapphlaup um nýja bálstofu í uppsiglingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 19:00 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst reisa Bálstofu en það gera líka Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma að sögn forstjórans Þórsteins Ragnarssonar. Vísir/Egill Kapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og einkaaðila um byggingu nýrrar bálstofu. Forstjóri kirkjugarðana telur aðeins pláss fyrir eina bálstofu í landinu. Sífellt fleiri velja að láta brenna sig eftir sinn dag eða um fjórir af hverjum tíu landsmönnum og ennþá fleiri á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Einu líkbrennsluofnarnir í landinu eru í Bálstofunni í Fossvogi en þeir eru tveir og voru byggðir þar árið 1948. Líkkista á leið í líkbrennsluofn í bálstofunni í Fossvogi.Vísir/Egill Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem sér um bálstofuna segir að starfsleyfi fyrir stofuna hafi verið endurnýjað í sumar. Þá verði mengunarbúnaður ofnanna uppfærður eftir leiðbeiningar frá erlendum sérfræðingum á næstu misserum. Hann segir þó að á næstu árum verði hætt að nota þessa ofna. En til standi að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun og rekstraráætlun sem verður kynnt nú í haust og við sjáum fram á að ný bálstofa á Hallsholti muni leysa af Bálstofuna í Fossvogi. Á meðan sú nýja er að rísa munum við reka bálstofuna í Fossvogi í fimm til átta ár í viðbót,“ segir Þórsteinn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst einnig byggja bálstofu og hefur fengið til þess lóð í Rjúpnadal í Garðabæ. „Þetta er sjálfseignarstofnun og er óhagnaðardrifin. Við áætlum að reisa hér í Rjúpnadal 1500 fermetra húsnæði sem hýsir þá fjölnota athafnasal og hugleiðslu og kyrrðarrými. Móttöku fyrir aðstandendur og svo bálstofuna sjálfa sem verður umhverfisvæn. Fyrir utan verður minningargarður þar sem fólk getur sett niður duftker og gróðursett tré í leiðinni. Það getur svo fylgst með trénu dafna til minningar um látinn ástvin,“ segir Sigríður. Telur eina bálstofu nægja fyrir landið Þórsteinn Ragnarsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma telur að þessari bálstofu verði ofaukið. „Ein bálstofa er nóg fyrir Ísland. Það segja þeir sem til þekkja,“ segir Þórsteinn. Sigríður segist ekki ætla að láta deigan síga þó fyrirætlanir séu um byggingu annarrar bálstofu. Svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ „Við höldum bara okkar striki með bálstofu Trés lífsins í Garðabæ og svo er það bara þeirra sem reka hina bálstofuna að ákveða hvað þau gera,“ segir Sigríður. Hún býst við að fyrsta skóflustungan verði tekin fyrir jól og bálstofan verði risin eftir um tvö ár. Um fjármögnunina segir Sigríður: „Við erum með ósk um stofnkostnaðarstyrk hjá íslenska ríkinu og svo erum við með vilyrði fyrir láni hjá tveimur lífeyrissjóðum. Restin verður svo hópfjármögnuð,“ segir Sigríður bjartsýn að lokum. Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Sífellt fleiri velja að láta brenna sig eftir sinn dag eða um fjórir af hverjum tíu landsmönnum og ennþá fleiri á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Einu líkbrennsluofnarnir í landinu eru í Bálstofunni í Fossvogi en þeir eru tveir og voru byggðir þar árið 1948. Líkkista á leið í líkbrennsluofn í bálstofunni í Fossvogi.Vísir/Egill Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem sér um bálstofuna segir að starfsleyfi fyrir stofuna hafi verið endurnýjað í sumar. Þá verði mengunarbúnaður ofnanna uppfærður eftir leiðbeiningar frá erlendum sérfræðingum á næstu misserum. Hann segir þó að á næstu árum verði hætt að nota þessa ofna. En til standi að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun og rekstraráætlun sem verður kynnt nú í haust og við sjáum fram á að ný bálstofa á Hallsholti muni leysa af Bálstofuna í Fossvogi. Á meðan sú nýja er að rísa munum við reka bálstofuna í Fossvogi í fimm til átta ár í viðbót,“ segir Þórsteinn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst einnig byggja bálstofu og hefur fengið til þess lóð í Rjúpnadal í Garðabæ. „Þetta er sjálfseignarstofnun og er óhagnaðardrifin. Við áætlum að reisa hér í Rjúpnadal 1500 fermetra húsnæði sem hýsir þá fjölnota athafnasal og hugleiðslu og kyrrðarrými. Móttöku fyrir aðstandendur og svo bálstofuna sjálfa sem verður umhverfisvæn. Fyrir utan verður minningargarður þar sem fólk getur sett niður duftker og gróðursett tré í leiðinni. Það getur svo fylgst með trénu dafna til minningar um látinn ástvin,“ segir Sigríður. Telur eina bálstofu nægja fyrir landið Þórsteinn Ragnarsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma telur að þessari bálstofu verði ofaukið. „Ein bálstofa er nóg fyrir Ísland. Það segja þeir sem til þekkja,“ segir Þórsteinn. Sigríður segist ekki ætla að láta deigan síga þó fyrirætlanir séu um byggingu annarrar bálstofu. Svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ „Við höldum bara okkar striki með bálstofu Trés lífsins í Garðabæ og svo er það bara þeirra sem reka hina bálstofuna að ákveða hvað þau gera,“ segir Sigríður. Hún býst við að fyrsta skóflustungan verði tekin fyrir jól og bálstofan verði risin eftir um tvö ár. Um fjármögnunina segir Sigríður: „Við erum með ósk um stofnkostnaðarstyrk hjá íslenska ríkinu og svo erum við með vilyrði fyrir láni hjá tveimur lífeyrissjóðum. Restin verður svo hópfjármögnuð,“ segir Sigríður bjartsýn að lokum.
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira