Kapphlaup um nýja bálstofu í uppsiglingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 19:00 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst reisa Bálstofu en það gera líka Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma að sögn forstjórans Þórsteins Ragnarssonar. Vísir/Egill Kapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og einkaaðila um byggingu nýrrar bálstofu. Forstjóri kirkjugarðana telur aðeins pláss fyrir eina bálstofu í landinu. Sífellt fleiri velja að láta brenna sig eftir sinn dag eða um fjórir af hverjum tíu landsmönnum og ennþá fleiri á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Einu líkbrennsluofnarnir í landinu eru í Bálstofunni í Fossvogi en þeir eru tveir og voru byggðir þar árið 1948. Líkkista á leið í líkbrennsluofn í bálstofunni í Fossvogi.Vísir/Egill Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem sér um bálstofuna segir að starfsleyfi fyrir stofuna hafi verið endurnýjað í sumar. Þá verði mengunarbúnaður ofnanna uppfærður eftir leiðbeiningar frá erlendum sérfræðingum á næstu misserum. Hann segir þó að á næstu árum verði hætt að nota þessa ofna. En til standi að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun og rekstraráætlun sem verður kynnt nú í haust og við sjáum fram á að ný bálstofa á Hallsholti muni leysa af Bálstofuna í Fossvogi. Á meðan sú nýja er að rísa munum við reka bálstofuna í Fossvogi í fimm til átta ár í viðbót,“ segir Þórsteinn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst einnig byggja bálstofu og hefur fengið til þess lóð í Rjúpnadal í Garðabæ. „Þetta er sjálfseignarstofnun og er óhagnaðardrifin. Við áætlum að reisa hér í Rjúpnadal 1500 fermetra húsnæði sem hýsir þá fjölnota athafnasal og hugleiðslu og kyrrðarrými. Móttöku fyrir aðstandendur og svo bálstofuna sjálfa sem verður umhverfisvæn. Fyrir utan verður minningargarður þar sem fólk getur sett niður duftker og gróðursett tré í leiðinni. Það getur svo fylgst með trénu dafna til minningar um látinn ástvin,“ segir Sigríður. Telur eina bálstofu nægja fyrir landið Þórsteinn Ragnarsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma telur að þessari bálstofu verði ofaukið. „Ein bálstofa er nóg fyrir Ísland. Það segja þeir sem til þekkja,“ segir Þórsteinn. Sigríður segist ekki ætla að láta deigan síga þó fyrirætlanir séu um byggingu annarrar bálstofu. Svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ „Við höldum bara okkar striki með bálstofu Trés lífsins í Garðabæ og svo er það bara þeirra sem reka hina bálstofuna að ákveða hvað þau gera,“ segir Sigríður. Hún býst við að fyrsta skóflustungan verði tekin fyrir jól og bálstofan verði risin eftir um tvö ár. Um fjármögnunina segir Sigríður: „Við erum með ósk um stofnkostnaðarstyrk hjá íslenska ríkinu og svo erum við með vilyrði fyrir láni hjá tveimur lífeyrissjóðum. Restin verður svo hópfjármögnuð,“ segir Sigríður bjartsýn að lokum. Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sífellt fleiri velja að láta brenna sig eftir sinn dag eða um fjórir af hverjum tíu landsmönnum og ennþá fleiri á höfuðborgarsvæðinu eða 55%. Einu líkbrennsluofnarnir í landinu eru í Bálstofunni í Fossvogi en þeir eru tveir og voru byggðir þar árið 1948. Líkkista á leið í líkbrennsluofn í bálstofunni í Fossvogi.Vísir/Egill Þórsteinn Ragnarsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma sem sér um bálstofuna segir að starfsleyfi fyrir stofuna hafi verið endurnýjað í sumar. Þá verði mengunarbúnaður ofnanna uppfærður eftir leiðbeiningar frá erlendum sérfræðingum á næstu misserum. Hann segir þó að á næstu árum verði hætt að nota þessa ofna. En til standi að byggja nýja bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. „Það er búið að gera kostnaðaráætlun og rekstraráætlun sem verður kynnt nú í haust og við sjáum fram á að ný bálstofa á Hallsholti muni leysa af Bálstofuna í Fossvogi. Á meðan sú nýja er að rísa munum við reka bálstofuna í Fossvogi í fimm til átta ár í viðbót,“ segir Þórsteinn. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir forsvarskona Bálfararfélags Íslands og Trés lífsins hyggst einnig byggja bálstofu og hefur fengið til þess lóð í Rjúpnadal í Garðabæ. „Þetta er sjálfseignarstofnun og er óhagnaðardrifin. Við áætlum að reisa hér í Rjúpnadal 1500 fermetra húsnæði sem hýsir þá fjölnota athafnasal og hugleiðslu og kyrrðarrými. Móttöku fyrir aðstandendur og svo bálstofuna sjálfa sem verður umhverfisvæn. Fyrir utan verður minningargarður þar sem fólk getur sett niður duftker og gróðursett tré í leiðinni. Það getur svo fylgst með trénu dafna til minningar um látinn ástvin,“ segir Sigríður. Telur eina bálstofu nægja fyrir landið Þórsteinn Ragnarsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma telur að þessari bálstofu verði ofaukið. „Ein bálstofa er nóg fyrir Ísland. Það segja þeir sem til þekkja,“ segir Þórsteinn. Sigríður segist ekki ætla að láta deigan síga þó fyrirætlanir séu um byggingu annarrar bálstofu. Svæðið þar sem fyrirhugað er að reisa bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ „Við höldum bara okkar striki með bálstofu Trés lífsins í Garðabæ og svo er það bara þeirra sem reka hina bálstofuna að ákveða hvað þau gera,“ segir Sigríður. Hún býst við að fyrsta skóflustungan verði tekin fyrir jól og bálstofan verði risin eftir um tvö ár. Um fjármögnunina segir Sigríður: „Við erum með ósk um stofnkostnaðarstyrk hjá íslenska ríkinu og svo erum við með vilyrði fyrir láni hjá tveimur lífeyrissjóðum. Restin verður svo hópfjármögnuð,“ segir Sigríður bjartsýn að lokum.
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira