Víkingar munu skanna hraðprófskóðann við innganginn á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 11:01 Víkingar fagna marki í Víkinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Það er búist við troðfullri Vík á morgun þegar Víkingar geta tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í þrjátíu ár. Víkingar ætla að fara nýja leið til að geta tekið við fimmtán hundruð manns á leikinn og sett nýtt vallarmet en mikill áhugi er á leik Víkinga og Leiknis í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Víkingar fara vegna þessa yfir málin á heimasíðu sinni því það er margt sem áhorfendur þurfa að huga að við þessar nýju og sérstöku aðstæður sem verða í Fossvoginum á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en Víkin opnar klukkan tólf á hádegi með veitingasölu og sölu á derhúfum, treflum og annars konar varningi. Víkingar lofa mikilli stemningu í íþróttasalnum fyrir leik þar sem Víkingar munu hittast og hita upp fyrir leikinn. Það er ekki mikið pláss fyrir bíla í nágrenni Víkinnar og Víkingar hvetja því fólk til þess að mæta snemma á völlinn og ganga að heiman ef það er möguleiki. Víkin er líka eitt sóttvarnarhólf á leiknum og eru stuðningsmenn ýmist með sæti í stúkunni eða stæði. Staðsetning kemur fram í Stubbi þar sem allir miðar eru aðgengilegir. Mikilvægt er að allir virði þá miða sem þeir hafa til ráðstöfunar, hvort sem þeir eru í stúku eða stæði. Allir sem eru 16 ára og eldri og eiga aðgöngumiða á leikinn þurfa að fara í hraðpróf og framvísa neikvæðri niðurstöðu við innganginn á völlinn – ásamt aðgöngumiða. Staðsetningar tveggja skimunarstöðva Öryggismiðstöðvarinnar í Reykjavík eru í Húsi verslunar við hliðina á Kringlunni annars vegar og BSÍ hins vegar. Hraðpróf má ekki vera eldra en 48 klukkustunda gamalt og ekki nægir að framvísa vottorði um fyrri sýkingu. Við inngang í Víkina verður QR kóði skannaður sem staðfestir neikvætt COVID-19 hraðpróf. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Víkingar ætla að fara nýja leið til að geta tekið við fimmtán hundruð manns á leikinn og sett nýtt vallarmet en mikill áhugi er á leik Víkinga og Leiknis í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Víkingar fara vegna þessa yfir málin á heimasíðu sinni því það er margt sem áhorfendur þurfa að huga að við þessar nýju og sérstöku aðstæður sem verða í Fossvoginum á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en Víkin opnar klukkan tólf á hádegi með veitingasölu og sölu á derhúfum, treflum og annars konar varningi. Víkingar lofa mikilli stemningu í íþróttasalnum fyrir leik þar sem Víkingar munu hittast og hita upp fyrir leikinn. Það er ekki mikið pláss fyrir bíla í nágrenni Víkinnar og Víkingar hvetja því fólk til þess að mæta snemma á völlinn og ganga að heiman ef það er möguleiki. Víkin er líka eitt sóttvarnarhólf á leiknum og eru stuðningsmenn ýmist með sæti í stúkunni eða stæði. Staðsetning kemur fram í Stubbi þar sem allir miðar eru aðgengilegir. Mikilvægt er að allir virði þá miða sem þeir hafa til ráðstöfunar, hvort sem þeir eru í stúku eða stæði. Allir sem eru 16 ára og eldri og eiga aðgöngumiða á leikinn þurfa að fara í hraðpróf og framvísa neikvæðri niðurstöðu við innganginn á völlinn – ásamt aðgöngumiða. Staðsetningar tveggja skimunarstöðva Öryggismiðstöðvarinnar í Reykjavík eru í Húsi verslunar við hliðina á Kringlunni annars vegar og BSÍ hins vegar. Hraðpróf má ekki vera eldra en 48 klukkustunda gamalt og ekki nægir að framvísa vottorði um fyrri sýkingu. Við inngang í Víkina verður QR kóði skannaður sem staðfestir neikvætt COVID-19 hraðpróf.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira