Niðurgreiðum sálfræðiþjónustu – strax Tryggvi Guðjón Ingason skrifar 24. september 2021 11:30 Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar