Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 10:31 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segjast sjaldan hafa verið ánægðari. Hún sagði flokk sinn alltaf hafa mælst með miklu minna fylgi í könnunum en komi svo upp úr kjörkössunum. Flokkurinn á huldufylgi sem er eldra fólk sem skilur ekkert þetta punktur is. Vísir/Elín Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15