Þurfti að eyða 48 tímum í dimmu herbergi eftir að hún vann Ólympíugullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 10:31 Stephanie Labbe með gullið sitt út á velli eftir sigur kanadíska knattspyrnulandsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Getty/Naomi Baker Kanadíska knattspyrnukonan Stephanie Labbé hefur sagt opinberlega frá því sem hún þurfti að ganga í gegnum eftir möguleika stærstu stund sína á fótboltaferlinum. Þar voru engin veisluhöld eða sigurpartý á ferðinni. Frásögn Labbé er enn eitt dæmi um andlega erfiðleika sem toppíþróttafólk þarf að komast í gegnum á bak við tjöldin og fáir vita um. Alþjóðaleikmannasamtökin fengu hana til að segja sína sögu til að vekja meiri athygli á mikilvægi andlega þáttarins. Stephanie Labbé treasures her @Olympics gold medal, but her mental health comes first. @StephLabbe1#AreYouReadyToTalk— FIFPRO (@FIFPRO) September 23, 2021 Stephanie átti mjög flotta Ólympíuleika í marki Kanada. Hún var frábær í úrslitakeppninni þar sem hún hélt hreinu bæði í átta liða úrslitunum á móti Brasilíu og í undanúrslitunum á móti Bandaríkjunum. Í úrslitaleiknum á móti Svíum fékk hún aðeins tvö mörk á sig í vítakeppninni þar sem hún varði tvö víti frá þeim sænsku. Það vissu kannski ekki allir að Labbé meiddist í fyrsta leik Ólympíuleikanna og að hún þurfti að spila í gegnum þau meiðsli allt mótið. Hún var því sárþjáð í leikjunum en gat samt spilað. „Ég hafði enga hugmynd um að þessi meiðsli myndu kalla fram veikleika í andlega þættinum hjá mér. Það var svo mikið adrenalín í gangi og taugakerfið var svo fínstillt þannig að ég náði mér ekki niður á milli leikjanna okkar,“ sagði Stephanie Labbé í fréttatilkynningu frá FIFPRO sem eru alþjóðlegu leikmannasamtökin. Stephanie Labbé, whose heroics in goal helped Canada win gold at the Tokyo Olympics, says she could not train for part of the Games because of "high levels of anxiety and multiple panic attacks"https://t.co/852yt2kxS6— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 23, 2021 „Það kallaði fram streitu og fjölda kvíðakasta. Þetta varð til þess að ég endaði á því að geta ekki æft á milli leikja frá átta liða úrslitunum fram í úrslitaleikinn. Ég var svo oförvuð,“ sagði Labbé. Eftir að Kanada vann úrslitaleikinn og Labbé fékk gullið um hálsinn þá bjóst hún við að ná sér loksins niður en svo varð ekki. „Sama hversu mikið ég vildi slaka á og fagna með félögunum þá get ég ekki náð mér niður. Ég endaði á því að liggja ein í dimmu herbergi í 48 klukkutíma eftir úrslitaleikinn,“ sagði Labbé. „Allir vildu tala um verðlaunin og reynsluna en mér fannst ég bara vera tóm að innan. Mér fór að líða eins og þessi gullverðlaun væru meira virði en ég sem persóna. Það var upphafið af þessum vítahring fyrir mig,“ sagði Labbé. „Ég þekki það nú sjálf að það er ekki langt á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vandamálið er að það er miklu erfiðara að taka eftir og sýna andlega þáttinn,“ sagði Labbé. Stephanie Labbé tok gull for det kanadiske fotballandslaget under OL i Tokyo. Etterpå måtte hun ligge 48 timer i et mørkt rom fordi hun var mentalt utbrent. https://t.co/ya4ATZFT8s— Dagbladet Sport (@db_sport) September 25, 2021 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Frásögn Labbé er enn eitt dæmi um andlega erfiðleika sem toppíþróttafólk þarf að komast í gegnum á bak við tjöldin og fáir vita um. Alþjóðaleikmannasamtökin fengu hana til að segja sína sögu til að vekja meiri athygli á mikilvægi andlega þáttarins. Stephanie Labbé treasures her @Olympics gold medal, but her mental health comes first. @StephLabbe1#AreYouReadyToTalk— FIFPRO (@FIFPRO) September 23, 2021 Stephanie átti mjög flotta Ólympíuleika í marki Kanada. Hún var frábær í úrslitakeppninni þar sem hún hélt hreinu bæði í átta liða úrslitunum á móti Brasilíu og í undanúrslitunum á móti Bandaríkjunum. Í úrslitaleiknum á móti Svíum fékk hún aðeins tvö mörk á sig í vítakeppninni þar sem hún varði tvö víti frá þeim sænsku. Það vissu kannski ekki allir að Labbé meiddist í fyrsta leik Ólympíuleikanna og að hún þurfti að spila í gegnum þau meiðsli allt mótið. Hún var því sárþjáð í leikjunum en gat samt spilað. „Ég hafði enga hugmynd um að þessi meiðsli myndu kalla fram veikleika í andlega þættinum hjá mér. Það var svo mikið adrenalín í gangi og taugakerfið var svo fínstillt þannig að ég náði mér ekki niður á milli leikjanna okkar,“ sagði Stephanie Labbé í fréttatilkynningu frá FIFPRO sem eru alþjóðlegu leikmannasamtökin. Stephanie Labbé, whose heroics in goal helped Canada win gold at the Tokyo Olympics, says she could not train for part of the Games because of "high levels of anxiety and multiple panic attacks"https://t.co/852yt2kxS6— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 23, 2021 „Það kallaði fram streitu og fjölda kvíðakasta. Þetta varð til þess að ég endaði á því að geta ekki æft á milli leikja frá átta liða úrslitunum fram í úrslitaleikinn. Ég var svo oförvuð,“ sagði Labbé. Eftir að Kanada vann úrslitaleikinn og Labbé fékk gullið um hálsinn þá bjóst hún við að ná sér loksins niður en svo varð ekki. „Sama hversu mikið ég vildi slaka á og fagna með félögunum þá get ég ekki náð mér niður. Ég endaði á því að liggja ein í dimmu herbergi í 48 klukkutíma eftir úrslitaleikinn,“ sagði Labbé. „Allir vildu tala um verðlaunin og reynsluna en mér fannst ég bara vera tóm að innan. Mér fór að líða eins og þessi gullverðlaun væru meira virði en ég sem persóna. Það var upphafið af þessum vítahring fyrir mig,“ sagði Labbé. „Ég þekki það nú sjálf að það er ekki langt á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Vandamálið er að það er miklu erfiðara að taka eftir og sýna andlega þáttinn,“ sagði Labbé. Stephanie Labbé tok gull for det kanadiske fotballandslaget under OL i Tokyo. Etterpå måtte hun ligge 48 timer i et mørkt rom fordi hun var mentalt utbrent. https://t.co/ya4ATZFT8s— Dagbladet Sport (@db_sport) September 25, 2021
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira