Pablo Punyed vonast til að geta verið lengi í Víkinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2021 19:30 Pablo Punyed segist líða vel í Víkinni og vonast til að geta verið þar áfram. Mynd/skjáskot Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er. Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er. „Takk fyrir það. Stemningin var upp á tíu. Þetta var magnað að geta fagnað titlinum á heimavelli, ég hef aldrei gert það,“ sagði Pablo í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Við unnum með Stjörnunni úti í Kaplakrika og með KR úti á Valsvellinum. Þetta er allavega í fyrsta skipti sem að þetta er klárað á heimavelli og það er bara magnað.“ Aðspurður að því hvort að þetta hafi verið skemmtilegri Íslandsmeistaratitill en hinir sem hann hefur unnið segir Pablo að titillinn sem liðið vinni á næsta ári verði enn skemmtilegri. „Ég held að hann verði skemmtilegri sá næsti sem er á leiðinni á næsta ári,“ sagði Pablo léttur. „En já, þetta var bara frábært. Fyrir alla í klúbbnum, alla sem eru í leikmannahópnum og alla stuðningsmenn, bara frábært.“ Pablo segir einnig að andinn í liðinu hafi verið mjög góður í sumar og hrósaði liðsfélögum sínum, sem og þjálfara. „Ég fann það bara um leið og ég kom inn í þennan hóp. Leikmenn eins og Kári og Sölvi, þeir opna dyrnar fyrir mig og gerir þetta mjög auðvelt fyrir mig. Auðvitað er Arnar þjálfari mjög góður í að þjálfa, kenna og stjórna þessum egóistum sem eru inni í klefanum. Þannig að eins og ég segi þá gekk þetta allt mjög vel.“ Eins og áður segir hefur Pablo nú unnið fjóra stóra titla með fjórum mismunandi liðum. En hvernig stendur á því? „Það kemur ekki alltaf svona, en vona og ég berst alltaf fyrir því að fá titilinn. Í lok dags þá geturðu ekki stjórnað því hvað hin liðin eru að gera, eða ekki. Það sem við vitum er að ef við spilum okkar leik þá koma úrslitin með því.“ „Þetta er mjög fyndið, en vonandi get ég verið hér í Víkinni lengi.“ Pablo kom til Íslands árið 2012 og lék þá með Fjölni, en fyrsta tímabilið hans í efstu deild var með Fylki árið 2013. Hann segist þó ekki hafa ætlað sér að stoppa svona lengi, og var ekki viss um að hann yrði lengur en einn til tvo mánuði. „Ég var ekki viss um að ég yrði hér lengur en einn eða tvo mánuði sko. En konan mín er íslensk og nú á ég barn hér á Íslandi. Mér líður mjög vel hér og allir í Víkinni eru ein stór fjölskylda og mér líður mjög vel.“ „Ég er að bíða eftir ríkisborgararétti og vonandi er það bara á leiðinni.“ Hann sér framtíðina fyrir sér hér á Íslandi og segir að fótboltinn hér á landi stækki og verði betri með hverju árinu sem líður. „Já, ég sé framtíðina fyrir mér hér. Ég er bara heppinn að fótboltinn hér sé að stækka á hverju einasta ári og ég hef séð hann stækka, bæði hjá landsliðinu og í deildinni. Eins og ég segi þá líður mér mjög vel hér og þetta land er bara frábært. Ég elska Ísland.“ Tímabilið er ekki búið hjá Pablo og félögum, en liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Pablo segir að það verði ekkert mál að koma sér af stað aftur þrátt fyrir allt sem fylgir því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Nei, þetta er alls ekki erfitt. Það er vonandi titill í boði og við viljum hann. Víkingur er ríkjandi bikarmeistari og við viljum halda því. Þetta er allt annað mót og Vestri er að spila sinn stærsta leik kannski í sögunni og þeir vilja þetta líka. Við verðum bara að sýna af hverju við erum Íslandsmeistarar.“ Viðtalið við Pablo má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar eru óvæntustu Íslandsmeistararnir í sögunni Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina og settu um leið nýtt met. Aldrei hefur Íslandsmeisturum verið spáð lakara gengi fyrir tímabilið. 27. september 2021 10:00 Sjáðu mörkin, fagnaðarlætin og þegar Víkingar hófu bikarinn á loft Víkingur Reykjavík varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í 30 ár eftir 2-0 sigur gegn Leikni í lokaumferð Pepsi Max deildar karla. 26. september 2021 08:01 Alsæla í Fossvogi: „Búin að bíða drullulengi eftir þessu“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Fossvoginum þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Stuðningsmenn líktu sigrinum við alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki. 25. september 2021 20:00 Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25 Eftir fyrstu umferðina trúði ég að við gætum orðið Íslandsmeistarar Víkingur Reykjavík varð Íslandsmeistari í dag eftir 30 ára bið. Víkingur lagði Leikni 2-0 og tryggðu sjötta Íslandsmeistaratitil félagsins.Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum þegar hann var tekinn á tal í fagnaðarlátunum eftir leik. 25. september 2021 17:10 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er. „Takk fyrir það. Stemningin var upp á tíu. Þetta var magnað að geta fagnað titlinum á heimavelli, ég hef aldrei gert það,“ sagði Pablo í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Við unnum með Stjörnunni úti í Kaplakrika og með KR úti á Valsvellinum. Þetta er allavega í fyrsta skipti sem að þetta er klárað á heimavelli og það er bara magnað.“ Aðspurður að því hvort að þetta hafi verið skemmtilegri Íslandsmeistaratitill en hinir sem hann hefur unnið segir Pablo að titillinn sem liðið vinni á næsta ári verði enn skemmtilegri. „Ég held að hann verði skemmtilegri sá næsti sem er á leiðinni á næsta ári,“ sagði Pablo léttur. „En já, þetta var bara frábært. Fyrir alla í klúbbnum, alla sem eru í leikmannahópnum og alla stuðningsmenn, bara frábært.“ Pablo segir einnig að andinn í liðinu hafi verið mjög góður í sumar og hrósaði liðsfélögum sínum, sem og þjálfara. „Ég fann það bara um leið og ég kom inn í þennan hóp. Leikmenn eins og Kári og Sölvi, þeir opna dyrnar fyrir mig og gerir þetta mjög auðvelt fyrir mig. Auðvitað er Arnar þjálfari mjög góður í að þjálfa, kenna og stjórna þessum egóistum sem eru inni í klefanum. Þannig að eins og ég segi þá gekk þetta allt mjög vel.“ Eins og áður segir hefur Pablo nú unnið fjóra stóra titla með fjórum mismunandi liðum. En hvernig stendur á því? „Það kemur ekki alltaf svona, en vona og ég berst alltaf fyrir því að fá titilinn. Í lok dags þá geturðu ekki stjórnað því hvað hin liðin eru að gera, eða ekki. Það sem við vitum er að ef við spilum okkar leik þá koma úrslitin með því.“ „Þetta er mjög fyndið, en vonandi get ég verið hér í Víkinni lengi.“ Pablo kom til Íslands árið 2012 og lék þá með Fjölni, en fyrsta tímabilið hans í efstu deild var með Fylki árið 2013. Hann segist þó ekki hafa ætlað sér að stoppa svona lengi, og var ekki viss um að hann yrði lengur en einn til tvo mánuði. „Ég var ekki viss um að ég yrði hér lengur en einn eða tvo mánuði sko. En konan mín er íslensk og nú á ég barn hér á Íslandi. Mér líður mjög vel hér og allir í Víkinni eru ein stór fjölskylda og mér líður mjög vel.“ „Ég er að bíða eftir ríkisborgararétti og vonandi er það bara á leiðinni.“ Hann sér framtíðina fyrir sér hér á Íslandi og segir að fótboltinn hér á landi stækki og verði betri með hverju árinu sem líður. „Já, ég sé framtíðina fyrir mér hér. Ég er bara heppinn að fótboltinn hér sé að stækka á hverju einasta ári og ég hef séð hann stækka, bæði hjá landsliðinu og í deildinni. Eins og ég segi þá líður mér mjög vel hér og þetta land er bara frábært. Ég elska Ísland.“ Tímabilið er ekki búið hjá Pablo og félögum, en liðið er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Pablo segir að það verði ekkert mál að koma sér af stað aftur þrátt fyrir allt sem fylgir því að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Nei, þetta er alls ekki erfitt. Það er vonandi titill í boði og við viljum hann. Víkingur er ríkjandi bikarmeistari og við viljum halda því. Þetta er allt annað mót og Vestri er að spila sinn stærsta leik kannski í sögunni og þeir vilja þetta líka. Við verðum bara að sýna af hverju við erum Íslandsmeistarar.“ Viðtalið við Pablo má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar eru óvæntustu Íslandsmeistararnir í sögunni Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina og settu um leið nýtt met. Aldrei hefur Íslandsmeisturum verið spáð lakara gengi fyrir tímabilið. 27. september 2021 10:00 Sjáðu mörkin, fagnaðarlætin og þegar Víkingar hófu bikarinn á loft Víkingur Reykjavík varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í 30 ár eftir 2-0 sigur gegn Leikni í lokaumferð Pepsi Max deildar karla. 26. september 2021 08:01 Alsæla í Fossvogi: „Búin að bíða drullulengi eftir þessu“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Fossvoginum þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Stuðningsmenn líktu sigrinum við alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki. 25. september 2021 20:00 Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25 Eftir fyrstu umferðina trúði ég að við gætum orðið Íslandsmeistarar Víkingur Reykjavík varð Íslandsmeistari í dag eftir 30 ára bið. Víkingur lagði Leikni 2-0 og tryggðu sjötta Íslandsmeistaratitil félagsins.Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum þegar hann var tekinn á tal í fagnaðarlátunum eftir leik. 25. september 2021 17:10 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Víkingar eru óvæntustu Íslandsmeistararnir í sögunni Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina og settu um leið nýtt met. Aldrei hefur Íslandsmeisturum verið spáð lakara gengi fyrir tímabilið. 27. september 2021 10:00
Sjáðu mörkin, fagnaðarlætin og þegar Víkingar hófu bikarinn á loft Víkingur Reykjavík varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í 30 ár eftir 2-0 sigur gegn Leikni í lokaumferð Pepsi Max deildar karla. 26. september 2021 08:01
Alsæla í Fossvogi: „Búin að bíða drullulengi eftir þessu“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Fossvoginum þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Stuðningsmenn líktu sigrinum við alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki. 25. september 2021 20:00
Jafnteflið gegn Val var vendipunkturinn á tímabilinu Víkingur Reykjavík vann Leikni 2-0. Sigurinn tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, afar glaður í leiks lok. 25. september 2021 17:25
Eftir fyrstu umferðina trúði ég að við gætum orðið Íslandsmeistarar Víkingur Reykjavík varð Íslandsmeistari í dag eftir 30 ára bið. Víkingur lagði Leikni 2-0 og tryggðu sjötta Íslandsmeistaratitil félagsins.Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum þegar hann var tekinn á tal í fagnaðarlátunum eftir leik. 25. september 2021 17:10