Fótbolti

Þor­valdur ekki enn hættur og dæmir hjá ung­linga­liði Manchester United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorvaldur Árnason hefur ákveðið að dæma allavega einn leik til viðbótar.
Þorvaldur Árnason hefur ákveðið að dæma allavega einn leik til viðbótar. Vísir/Hulda Margrét

Dómarinn Þorvaldur Árnason mun dæma leik Manchester United og Villareal í UEFA Youth League, Meistaradeild Evrópu unglingaliða. Ekki er langt síðan Þorvaldur íhugaði að leggja flautuna á hilluna.

Þorvaldur mun dæma leikinn sem fram fer á Leigh Sports Village-vellinum sem staðsettur er í Manchester-borg. Aðstoðardómarar hans verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon. Það var Fótbolti.net sem greindi fyrst frá.

Ekki er langt síðan Þorvaldur íhugaði að leggja flautuna á hilluna en honum var nóg boðið eftir að hafa dæmt leik KR og Víkings í 21. umferð Pepsi Max deild karla í fótbolta. Svo virðist sem Þorvaldur hafi ákveðið að ekki sé enn kominn tími til að setja flautuna á hilluna frægu.

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik Saint Patrick´s Athletic og Rauðu Stjörnunnar í sömu keppni á morgun. Sá leikur fer fram í Dublin. Honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson.

Leikur Manchester United og Villareal í Meistaradeild Evrópu unglingaliði er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11.55 á morgun. Leikur aðalliðinna í Meistaradeild Evrópu er svo í beinni annað kvöld á sömu stöð.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×