Ósáttur með hversu illa hefur gengið að koma liðinu á stórmót og vill reyna breyta því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:00 Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, býst við erfiðum leikjum. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson - þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta - segir muninn á árangri karla og kvenna landsliða Íslands of mikinn. Hann vill breyta því á komandi árum en Arnar er samningsbundinn HSÍ næstu þrjú árin. Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða