Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 21:51 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær fagna saman að leikslokum. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Solskjær viðurkenndi að sínir menn hefðu verið heppnir í kvöld ásamt því sem hann hrósaði liði Villareal í hástert. Liðið hefur ekki enn tapað leik í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, en hefur hins vegar gert fimm jafntefli í sex leikjum til þessa. „Við þurftum að henda skynseminni út um gluggann og vorum heppnir undir lokin. Þeir eru mjög gott lið sem er rosalega erfitt að brjóta á bak aftur. Þeir hafa ekki tapað leik síðan löngu fyrir úrslitaleikinn (í Evrópudeildinni) og hafa spilað við góð lið á þeim tíma. Þetta var erfiður leikur því við erum á heimavelli og viljum vinna en þeir hafa spilað mjög vel. Ef við pressum þá ekki stíft þá sitja þeir til baka og líður vel með það.“ „Stundum snýst þetta ekki um að senda hingað eða senda þangað heldur snýst þetta um stuðningsfólkið á vellinum – það hefur sogið boltann í netið nokkrum sinnum áður, ég veit allt um það – og svo áttu alltaf möguleika þegar Cristiano er á vellinum.“ „Jesse er örugglega ósáttur með að spila ekki meira en kemur inn á og hefur áhrif á leikinn. Það er það sem maður gerir þegar maður er varamaður hjá þessu félagi,“ sagði þjálfarinn um innkomu Jesse Lingard af varamannabekknum en hann lagði upp sigurmark leiksins. „Já, hann er svo góður fyrir framan markið og hann hefur áhrif á alla. Stuðningsfólkið, leikmennina og klúbbinn í heild sinni,“ sagði Solskjær er hann var spurður út í Ronaldo. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir lekmennina. Að vinna leik svona, eftir að við töpuðum leik í Bern (gegn Young Boys) á þann hátt sem við gerðum þá er þetta frábært. Ég vill frekar fá sigur og tap heldur en tvö jafntefli. Atalanta er mjög gott lið og allir leikir á þessu getustigi eru erfiðir. Við sáum úrslit í gær sem maður trúir varla en þetta er Evrópskur fótbolti í dag, munurinn er svo lítill,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að endingu. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira